Archive of ‘Millimál’ category

Sólþurrkað tómatpestó

IMG_2133_2Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar (eða ein krukka sem er ca. 300 g) / smá sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka af ferskri basilíku / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Frábært að setja innan í grænmetisblað í staðinn fyrir brauð og fá próteinið úr eggjunum.

IMG_2117_2

Ég elska pestó og gæti lifað á því. Þegar við förum í ferðalög tek ég alltaf eitthvað svona með okkur. Frábært meðlæti með mat og milli mála.

 

Ljomandi-bordi4

Lime avókadó hrákaka

IMG_2020_2Botn: / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi

  1. Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
  2. Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
  3. Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði. Þessi kemur úr smiðjunni hennar Jönu vinkonu.

 

IMG_2017_2

 

IMG_2033_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Súkkulaðihjúpuð granatepli

IMG_2007_2

IMG_1685_2Innihald: / 1/2-1 granatepli / 100 gr 70% súkkulaði

  1. Takið fræin innan úr granateplinu og setjið í ísmolabox.
  2. Hér sérðu hvernig þú getur skorið granatepli á einfaldan hátt.
  3. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hellið því yfir granateplin með skeið.
  4. Setjið í frysti og njótið.

Þetta heimagerða nammi fann ég á Pinterest á síðu sem heitir http://chocolatecoveredkatie.com. Það er ekki bara fljótlegt heldur líka svo ótrúlega einfalt að gera og lítur svo dásamlega fallega út. Ég notaði bara 1/2 granatepli í eitt ísmolabox sem var frekar lítið box og eina plötu af súkkulaði.

Hér á heilsutorg.is getur þú lesið smá fróðleik um granatepli.

IMG_1995_2

IMG_1671_2

 

Ljomandi-bordi_3

Kakópróteinsjeik með lakkrísrótardufti

IMG_1547_2Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1 msk hrátt kakóduft / 1/2 avocado / 1/2 tsk lakkrísrótarduft / 1 msk hörfræolía / 1 msk chiafræ / smá himalayasalt / klakar / VAL: smá acai-duft

  1. Setja allt í blandarann, mixa vel og drekka. Bragðgóður og súperhollur sjeik.

Mig langar aðeins að segja þér hvað lakkrísrótarduft gerir fyrir líkamann.

Lakkrísrótarduft er ekki bara gott á bragðið og harmónar vel með hráu kakódufti (hver elskar ekki bragðið af súkkulaði og lakkrís) heldur hefur það nokkra frábæra eiginleika:

  • verndar lifrina og lætur blóðið streyma í gegnum hana.
  • örvar lifrina til að framleiða meira gall. Alveg nauðsynlegt!
  • jafnar starfsemi í brisi og þá verður blóðsykurinn svooo happy.
  • örvar hægðir og eykur þol gegn streitu. Ef það er ekki nauðsynlegt þá hvað???
  • losar slím úr öndunarfærum.
  • mýkir og græðir meltingarveg.
  • er bólgueyðandi.

Að sjálfsögðu getum við fengið allt okkar prótein úr venjulegum mat og það væri æskilegast en mér líkar að nota hreint mysuprótein og geri það af og til. Spirulina er t.d. mjög próteinrík og ég nota hana líka stundum. Plöntuprótein úr hamp er líka mjög flott. Ég persónulega er ekki hrifin af casein próteini og hér getur þú lesið af hverju. Flókið mál en bara ekki fyrir mig. Ást og friður :)

IMG_1556_2

 

Ljomandi-bordi_3

 

 

 

Próteinsjeik með bananabragði án banana

IMG_1600_2Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1/2 avocado / 1 – 2 msk hörfræolía með banana- og jarðarberjabragði / 1 msk chiafræ /  1/2 – 1 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / smá himalayasalt / klakar / VAL: mér finnst gott að setja smá dass af venjulegri hörfræolíu líka :) olíur gera okkur svo gott.

Síðust 5 vikurnar hef ég setið mjög skemmtilegt, hvetjandi og fróðlegt námskeið á GLÓ hjá henni Þorbjörgu Hafsteinsdóttur ásamt mjög hressum og skemmtilegum hópi fólks þar sem Þorbjörg leiddi hópinn skref fyrir skref í áttina að bættu mataræði. Fjórðu vikuna var hópurinn settur á fljótandi fæði í eina heila viku. Ég hef oft reynt að vera á fljótandi fæði (hreinum djús) í nokkra daga en aldrei liðið almennilega vel og alltaf verið frekar svöng og ómöguleg. En á námskeiðinu hennar Þorbjargar kenndi hún okkur að halda inni próteinsjeikum í svona ferli því amínósýrurnar eru nauðsynlegar fyrir lifrina og hjálpa til við afeitrun og mysuprótein er stútfullt af amínósýrum. Þau sem sátu námskeiðið voru sammála um að þetta hefði gert þeim ótrúlega gott og voru allir frekar mikið glaðir og ánægðir með sig í lok námskeiðsins.

En að boostinu hér að ofan. Því miður eru bananar of sætir fyrir mína meltingu nema í örlitlu magni og þess vegna er ég hætt að nota þá í próteinboostið mitt. Ég nota avocado í staðinn en ég sakna bara svooo rosalega bananabragðsins. Þess vegna ákvað ég að prófa Omega Swirl hörfræolíu með banana- og jarðarberjabragði og það svoleiðis svínvirkaði fyrir mig. Olían fæst t.d. á GLÓ.

Frábært boost, virkilega bragðgott, einfalt og næringarríkt.

 

Ljomandi-bordi_3

Vanilluís

IMG_1432Innihald: // 1 bolli nýmjólk / 1/2 líter þeyttur rjómi / 1/2 bolli hlynsíróp / smá salt / 1 msk vanillu extract eða vanilludropar / 1 vanillustöng (maukið innan úr) / VAL: 1-2 dropar vanillustevía en ekki nauðsynlegt.

  1. Byrjið á að þeyta rjómann.
  2. Skerið vanillustöngina langsum i tvennt og skafið dásamlegt vanillumaukið úr.
  3. Blandið svo saman í skál mjólkinn, hlynsírópinu, vanillumaukinu, vanillu extrakt-inu og saltinu og blandið vel.
  4. Bætið þessu síðan út í rjómann og hrærið vel saman.
  5. Hér má setja 1-2 dropa af vanillustevíu en það er alls ekki nauðsynlegt, smakkið til.
  6. Setjið eitthvað yfir skálina og kælið í ísskáp í amk. klukkustund eða yfir nótt.
  7. Setjið í ísvél og látið ganga í ca. 20 mínútur eða þar til tilbúið.
  8. Þið getið síðan borið ísinn strax fram eða sett í frysti í 20-30 mín.

Ég er engin ísmanneskja en ég hér á heimilinu er stóra stelpan mín hún Edda og maðurinn minn mikið ísfólk. Þegar þau gera sér glaðan dag er farið í ísbúð. Við Edda gerðum um jólin jólaísinn hennar Ebbu sem er brjálæðilslega góður karamelluís og verður okkar jólaís hér eftir. Eddu langaði að prófa að gera vanilluís og varð þessi uppskrift fyrir valinu eftir smá leit á netinu. Hann er eiginlega smá samansafn af uppskriftum svo ég stakk upp á að við mundum kalla hann vanilluísinn okkar en henni fannst það súper asnalegt :) svo hann heitir bara vanilluís. Ef þið notið ekki ísvél og setjið ísinn beint í frysti er hann ekki eins mjúkur og verður meira vatnskenndur en alveg jafn bragðgóður. Ísvélin gerir smá töfra.

IMG_1391-2

IMG_1423

 

 

Ljomandi-bordi_3

Súkkulaðinammi

IMG_0691_2Innihald: / 200 g dökkt súkkulaði / trönuber / pistasíuhnetur / gojiber / valhnetur / appelsínubörkur.

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
  2. Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
  3. Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
  4. Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.

IMG_0655_2

IMG_0669_2

 

Bordi2

Ljómandi grænt boost

IMG_0787_2Innihald: / 1/2 greip / 1/2 grænt epli / 1/3 gúrka / handfylli grænt salat / 1/2 sítróna / handfylli mynta eða kóríander / 1 tsk chiafræ / 1 bolli vatn eða kókosvatn / 2 tsk græna bomban.

  1. Setjið allt í blandarann og mixið saman.
  2. Ef þið viljið nota djúsvél þá djúsið þið greipið, eplið, gúrkuna, salatið, sítrónuna og kryddjurtirnar og hrærið svo restinni út.

Grænu bombuna hef ég tekið lengi. Hún er öflug og næringarrík jurtabanda sem fæst í Jurtaapótekinu sem inniheldur spirulina, bygggras, steinselju, cholrellu og rauðrófur. Hún styrkir ónæmiskerfið, örvar brennslu hitaeininga, lækkar kólesterólið í blóðinu og vinnur gegn öldrun ásamt því sem hún hreinsar lifrina, styrkir flóruna í ristlinum og brýtur niður fitu. Græna bomban inniheldur m.a. amínósýrur, beta-karótín, fólínsýru, járn, joð, kalk, kalíum, kísil, magnesíum, selen, SOD-ensím, zink, A-vítamín, B12-vítamín, C-vítamín, E-vítamín.

Uppskriftin af þessum annars basíska djús er innblásin frá I Quit Sugar Cookbook eftir Sarah Wilson. Hún segist drekka svona djús þá daga sem hún nær ekki að borða eins hollt og hún mundi vilja. Chiafræin og greipið, sem er mjög C-vítamínríkt, þykkja hann aðeins og skapa áferðina.

Svona til gamans má geta þá á ég hæfileikaríka frænku sem er hönnuður og heitir Inga Sól. Hún hannaði einstaka lampaseríu úr endurunnum mjólkufernum og skírði lampana Ljómandi. Hvorug okkar vissi af því að við hrifumst svona af sama orðinu fyrr en fyrir stuttu. Hér getur þú kíkt á lampana hennar :)

Bordi2

 

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Grænt pestó

IMG_0520Innihald: / 50 gr fersk basílika / 35 gr klettasalat / 50 gr furuhnetur / 100 gr parmesan ostur / 1 1/2 dl kaldpressuð ólífuolía / nokkur svört piparkorn / smá sítrónusafi.

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eitthvað svona álegg í ísskápnum og ef ég á ekki pestó, hummus eða eitthvað annað mauk þá finnst mér ég eiginlega ekki getað fengið mér neitt almennilegt á milli mála. Mér finnst gott að nota klettasalat með basílikunni en það er ekki nauðsynlegt og þá notið þið bara 50 gr af basílíkunni og minnkið magnið af ostinum í ca. 80 gr. og 1 dl af olíunni. Uppskriftin verður líka aðeins minni þannig en við borðum svo mikið af þessu að það dugar ekkert minna en að gera væna uppskrift. Einnig má leggja furuhneturnar í bleyti í smá stund en það er ekki nauðsynlegt. Það er líka hægt að rista þær en það er heldur ekki nauðsynlegt. Pestó geymist í kæli í ca. 3 daga þá helst út af sítrónusafanum sem lengir aðeins geymslutímann.

Hér studdist ég við uppskrift frá Ebbu sætu :)

photo-pesto

1 2 3 5