Innihald: / 2 dl haframjólk (oat) eða möndlumjólk, hrísmjólk / 1 kúfuð mæliskeið vanilluprótein / 1 msk hrátt kakóduft / 1/2 avocado / 1/2 tsk lakkrísrótarduft / 1 msk hörfræolía / 1 msk chiafræ / smá himalayasalt / klakar / VAL: smá acai-duft
- Setja allt í blandarann, mixa vel og drekka. Bragðgóður og súperhollur sjeik.
Mig langar aðeins að segja þér hvað lakkrísrótarduft gerir fyrir líkamann.
Lakkrísrótarduft er ekki bara gott á bragðið og harmónar vel með hráu kakódufti (hver elskar ekki bragðið af súkkulaði og lakkrís) heldur hefur það nokkra frábæra eiginleika:
- verndar lifrina og lætur blóðið streyma í gegnum hana.
- örvar lifrina til að framleiða meira gall. Alveg nauðsynlegt!
- jafnar starfsemi í brisi og þá verður blóðsykurinn svooo happy.
- örvar hægðir og eykur þol gegn streitu. Ef það er ekki nauðsynlegt þá hvað???
- losar slím úr öndunarfærum.
- mýkir og græðir meltingarveg.
- er bólgueyðandi.
Að sjálfsögðu getum við fengið allt okkar prótein úr venjulegum mat og það væri æskilegast en mér líkar að nota hreint mysuprótein og geri það af og til. Spirulina er t.d. mjög próteinrík og ég nota hana líka stundum. Plöntuprótein úr hamp er líka mjög flott. Ég persónulega er ekki hrifin af casein próteini og hér getur þú lesið af hverju. Flókið mál en bara ekki fyrir mig. Ást og friður