Archive of ‘Meðlæti’ category

Hvítlauksbrauð

IMG_2712_2Deig: / 1 1/4 bolli möndlumjöl / 1 msk kókoshveiti / 1/4 tsk salt / 3 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk hvítlauksduft / 3 eggjahvítur /  1 tsk kókospálmasykur / 1/4 bolli 38 gr heitt vatn / 1 tsk ger / 2 msk ólífuolía / 1/2 bolli mozarella ostur / (1/2 tsk xanthan eða guar gum (ég sleppi því)).

Topping: / 2 msk bráðið smjör / 1/4 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt / 1 bolli rifinn mozarella ostur / 1/2 tsk ítölsk kryddblanda.

  1. Hitið ofninn í ca. 200 gr.
  2. Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, salt, lyftiduft, hvítlauksduft og xanthan gum (ef þið viljið nota það – heldur deiginu betur saman) í skál og hrærið vel saman.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til ljósar og léttar.
  4. Setjið sykurinn og vatnið í aðra litla skál og hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp og bætið þá gerinu út í. Passið að vatnið sé ekki of heitt né of kalt.
  5. Bætið ólífuolíunni út í hveitiblönduna og hellið síðan vatnsblöndunni með gerinu hægt og rólega út í og hnoðið vel saman með sleif.
  6. Bætið eggjahvítunum rólega út í.
  7. Setjið síðan 1/2 bolla af rifinum mozarella osti út í deigið.
  8. Setjið deigið í form (23cm) eða bara beint á bökunarpappír og formið til í ferning.
  9. Bakið í ofnin í ca. 15 mín eða þar til deigið er gullið.
  10. Á meðan búið þið til smjörið sem fer ofan á með því að bræða smjörið í potti og krydda með salti og hvítlauksdufti.
  11. Takið brauðið úr ofninum þegar það er tilbúið og penslið smjörinu yfir. Passið að smyrja alveg út á kantana.
  12. Skellið svo mozarellaostinum ofan á og kryddið með ítölsku kryddblöndunni.
  13. Setjið aftur inn í ofn í ca. 3 mín. eða þar til osturinn er bráðinn.
  14. Látið standa í smá stund áður en þið skerið niður.

Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo ég borði alveg allt brauð og allskonar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost. Sem betur fer átti ég allt sem þurfti til að búa þetta flotta brauð til. Þetta er ekki alveg týpískt loftkennt hvítlauksbrauð en það kom verulega á óvart og var borðað með bestu lyst. Lyktin var himnesk… smjör.. hvítlaukur… ostur…. mmmmmmmm……

 

Heimild: cutthewheat.com

 

Ljomandi-bordi4.

 

 

 

Sesam tamari kjötbollur

IMG_2681_2Fyrir 4

Kjötbollur: / 450 g nautahakk / 2 vorlaukar / 1 stórt egg / 1/4 bolli brauðteningar / 3 msk kóríanderlauf / 1 msk tamarisósa / 2 tsk ristuð sesamolía / 1 tsk ferskt rifið engifer / smá himalayan salt / smá svartur mulinn pipar.

  1. Hitið ofninn í 200-220 gr.
  2. Saxið laukinn gróft niður, pískið eggið létt, saxið kóríanderlaufin smátt og rífið engiferið niður.
  3. Setjið nautahakkið í stóra skál ásamt lauknum, egginu, brauðteningunum (bara rista brauð og skera smátt), kóríanderlaufunum, tamarisósunni, sesamolíunni, engiferinu, saltinu og piparnum og blandið öllu vel saman.
  4. Notið hendurnar til að búa til kjötbollur.
  5. Setjið bollurnar á bökunarpappír í ofnskúffu eða í eldfast mót og inn í ofn í ca. 15-20 mínútur eða þar til þær eru gullnar og að fullu eldaðar. Eldunartíminn fer auðvitað eftir því hversu stórar þið viljið hafa bollurnar en þessi uppskrift miðast við ca. 12 bollur.
  6. Gott að bera fram með fetaosti, sultuðum rauðlauk, sultu og hvítlauksbrauði.

Rauðrófu- og elpasalat: / 1 rauðrófa / 2 lífræn epli / safi úr hálfri lime eða sítrónu / 1-2 cm rifið engifer / smá sesamfræ / ólífuolía / salt.

  1. Rífið rauðrófuna og eplin niður.
  2. Ágætt er að láta rauðrófurnar liggja aðeins í sítrónusafanum áður en öllu er blandað saman því þá mýkjast þær smá.
  3. Síðan er hægt að bæta hverju sem er útí eins og sellerí, kóríander, zukkini eða bara hverju sem er.

Ég er í ótrúlega skemmtilegum matarklúbbi sem samanstendur af 16 hressum stelpum. Við höldum klúbb tvær og tvær saman og hver klúbbur eldar mat frá ákveðnu landi. Þegar klúbburinn er búinn að fara einn hring drögum við hverjar elda saman og hvert teymi dregur land. Það er alltaf svaka spenna. Ég og Gunna sæta fengum Noreg… roooosa spennandi! En við dóum nú alls ekki ráðalausar og skelltum í kjötbollur. Það er alltaf svo skandinavískt eitthvað. Gunna er svona heilsugúrú eins og ég og fannst ekkert að því að færa kjötbollurnar í aðeins hollari búning. Hún bjó svo til ótrúlega hollt og gott salat með úr rauðrófum og eplum sem kom rosalega vel út með kjötbollunum. Frábær matarklúbbur og ísinn hennar Ebbu sló í gegn í desert.

Heimild: http://www.yummly.com

 

Ljomandi-bordi4

 

Bakaður rauðlaukur með valhnetusalsa

IMG_2510-1024x683

Þessi réttur er fyrir ca. 4

Innihald: / 4 rauðlaukar / 1 1/2 msk ólífuolía / 1 bolli (20 g) rucola salat / 15 g steinseljulauf / 60 g mjúkur geitaostur (hægt að nota fetaost eða jafnvel Havarti) / smá salt og svartur pipar.

Salsa: / 65 g valhnetur / 1 rautt chili / 1 hvítlauksgeiri / 3 msk rauðvínsedik / 1 msk ólífuolía / smá himalayan salt.

  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Takið utan af rauðlauknum og skerið toppinn og botninn af.
  3. Skerið hvern lauk í þrennt þversum eða þannig að bitarnir séu ca. 2 cm þykkir og setjið á bökunarpappír.
  4. Penslið laukana með olíunni, saltið (ca. 1/4 tsk) og piprið með svörtum pipar og grillið eða bakið í ofninum í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til laukarnir eru tilbúnir.
  5. Látið kólna lítillega.
  6. Á meðan laukarnir eru í ofninum búið þá til salsað með því að setja allt í skál. Gott er að brjóta valhneturnar í tvennt eða þrennt.

Til að bera fram setjið rucola salat og steinselju á fat. Setjið heita laukana ofan á (ekki taka þá í sundur), ostinn og helminginn af salsanu.

Enn og aftur Ottolenghi. Ég bara eeelska hann. Sætleiki rauðlaukanna leikur hér aðalhlutverkið en hann eykst einmitt þegar rauðlaukur er grillaður eða bakaður. Frábært meðlæti með allskonar mat, sérstaklega með appelsínu saffran kjúklingasalatinu. Það þarf ekkert endilega að hafa salsað með en grillaður rauðlaukur ásamt smá granateplum svínvirkar alltaf.

 

Ljomandi-bordi4

Sólþurrkað tómatpestó

IMG_2133_2Sólþurrkað tómatpestó: 1 bolli sólþurrkaðir tómatar (eða ein krukka sem er ca. 300 g) / smá sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka af ferskri basilíku / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Frábært að setja innan í grænmetisblað í staðinn fyrir brauð og fá próteinið úr eggjunum.

IMG_2117_2

Ég elska pestó og gæti lifað á því. Þegar við förum í ferðalög tek ég alltaf eitthvað svona með okkur. Frábært meðlæti með mat og milli mála.

 

Ljomandi-bordi4

Rauða pestóið hennar Ragnhildar

IMG_0506Innihald: / 100 gr möndlur / 1 krukka sólþurrkaðir tómatar / 50 gr fersk basil / 1-2 hvítlauksrif / 1 rautt chili / 1-2 msk hunang / safi úr 1/2 lime / smá salt.

  1. Byrjið á að rista möndlurnar á pönnu.
  2. Malið möndlurnar frekar gróft í matvinnsluvél og takið frá.
  3. Setjið alla krukkuna af sólþurrkuðu tómötunum í matvinnsluvélina ásamt olíunni og öll hin innihaldsefnin.
  4. Hrærið síðan möndlunum saman við með sleif.
  5. Það gæti þurft að setja smá auka olíu út í.
  6. Tilbúið.

IMG_0480Vinkona mín hún Ragnhildur Eiríksdóttir bauð mér og vinkonum okkar í hádegisverð og gerði handa okkur dásamlega súpu, heimabakað brauð og þetta klikkaða pestó. Ég fékk uppskriftina hjá henni og er búin að gera þessa uppskrift svo oft síðan að nú græja ég þetta pestó með augun lokuð. Alveg ómótstæðilega gott. Takk elsku Ragnhildur, þú ert snillingur.

 

Grænt pestó

IMG_0520Innihald: / 50 gr fersk basílika / 35 gr klettasalat / 50 gr furuhnetur / 100 gr parmesan ostur / 1 1/2 dl kaldpressuð ólífuolía / nokkur svört piparkorn / smá sítrónusafi.

  1. Setjið allt í blandara eða matvinnsluvél og maukið vel saman.

Mér finnst alveg nauðsynlegt að eiga eitthvað svona álegg í ísskápnum og ef ég á ekki pestó, hummus eða eitthvað annað mauk þá finnst mér ég eiginlega ekki getað fengið mér neitt almennilegt á milli mála. Mér finnst gott að nota klettasalat með basílikunni en það er ekki nauðsynlegt og þá notið þið bara 50 gr af basílíkunni og minnkið magnið af ostinum í ca. 80 gr. og 1 dl af olíunni. Uppskriftin verður líka aðeins minni þannig en við borðum svo mikið af þessu að það dugar ekkert minna en að gera væna uppskrift. Einnig má leggja furuhneturnar í bleyti í smá stund en það er ekki nauðsynlegt. Það er líka hægt að rista þær en það er heldur ekki nauðsynlegt. Pestó geymist í kæli í ca. 3 daga þá helst út af sítrónusafanum sem lengir aðeins geymslutímann.

Hér studdist ég við uppskrift frá Ebbu sætu :)

photo-pesto

Hveitikornssalat

IMG_0110-2Innihald: / 250 ml heil hveitikorn / 1 dós kjúklingabaunir / 1/2 dós fetaostur / 1 krukka grilluð rauð papríka / 1 poki klettasalat / 2 tómatar / 100 g furuhnetur / 1 1/2 msk ólífuolía / smá sítrónusafi / salt og pipar.

  1. Leggið heilu hveitikornin í bleyti yfir nótt.
  2. Skolið af kornunum og setjið í pott ásamt 5 dl að vatni. Látð suðuna koma upp og sjóðið í 1 klst.
  3. Skerið niður grilluðu papríkuna og tómatana og setjið í skál.
  4. Bætið kjúklingabaununum, fetaostinum, klettasalatinu og furuhnetunum út í ásamt tilbúnu hveitikornunum.
  5. Þið ráðið hvort þið notið olíuna af fetaostinum eða hellið saman ólífuolíu, sítrónusafa, salti og pipar og skellið yfir salatið.
  6. Gott er að láta þetta salat standa í amk klukkustund í kæli og bera svo fram.

Ég fór einu sinni fyrir mörgum árum á matreiðslunámskeið í Manni Lifandi og þar kynntist ég að nota heil hveitikorn sem mér hafði ekki dottið í hug áður að nota í salat. Þau fást í næstu heilsubúð og eru gæðakolvetni og trefjarík.

Rosa Mexicano Guacamole

IMG_8715Innihald: / 1 laukur / 1/2 – 1 ferskt jalapeno / 4 kúfullar msk kóríander / 3 avocado / 1-2 saxaðir tómatar / tortilla flögur.

Chile paste: uppskrift fyrir ca fjóra

  1. Takið ca. 3 msk af fínsöxuðum lauk, 2 kúfullar msk af fínsöxuðu kóríander, 2 msk eða meira af fínsöxuðu jalapeno og 1 tsk salt.
  2. Setjið allt í mortel og stappið eða kremjið þar til laukurinn er næstum horfinn og þar til allt er vel blandað saman. Ef þú átt ekki mortel gætir þú notað gaffal og víða skál.

IMG_8669

  1. Takið síðan þrjú miðlungsþroskuð avocado og skerið eftir endilangri miðju. Snúið helmingunum til að skilja þá að. Takið steininn úr með hníf og skerið svo fjórar renndur niður og fjórar þversum án þess að skera niður í skinnið. Þannig náið þið avocadoinu best upp úr skinninu (sést betur í myndbandinu hér að neðan).

IMG_8680

  1. Bætið út í 2 kúfullum msk af fínsöxuðu kóríander, 2 msk af fínsöxuðum lauk, smá salti og blandið varlega saman. Þið ráðið hversu þykka þið viljið hafa avocado bitana eftir því hversu mikið þið stappið þessu saman.
  2. Setjið 3-4 msk af söxuðum tómötum út í síðast. Ég reyndar set alltaf svolítið mikið meira af tómötum, mér finnst það svo miklu betra.
  3. Ef ykkur finnst mikið eftir af hráefni þá bara bætið þið meiru út í grunninn eins og af lauknum eða kóríander. Þetta er ekkert heilagt heldur notið bara sem viðmið. Kannski einna helst að passa upp á jalapeno-ið því það er svo sterkt.

IMG_8695

Stundum þegar ég fer til New York stelst ég á veitingastað sem heitir Rosa Mexicano við Union Square og fæ mér besta guacamole í heimi. Það eru þrír Rosa Mexicano veitingastaðir í New York og þeir eru víðar um Bandaríkin. Það sem gerir þetta guacamole svo ómótstæðilegt er að það er handgert í mortel og búið til við borðið þitt. Rosa Mexicano opnaði fyrst árið 1984 og þeir eru þekktir fyrir guacamole gerð sína. Ef þú átt leið til New York eða aðra staði í Bandaríkjunum þar sem Rosa Mexicano er þá verður þú að prófa guacamole-ið þeirra.

Hér getur þú horft á stutt og flott myndband hvernig þeir á Rosa Mexicano gera þetta og heldur betur af lífi og sál.

Ég keypti mortelið mitt í DUKA fyrir löngu, löngu síðan en mig langar að segja þér frá dásamlegri eldhúsbúð sem heitir SUR-LA-TABLE sem er að finna í Bandaríkjunum. Ég hreinlega elska þessa búð og fer yfirleitt í hana þegar ég fer til Seattle en hún er niðri við Pike Place markaðinn. Hún er líka í Soho NY og á mörgum öðrum stöðum. Rauðu sleifarnar á uppskriftarmyndunum hér að ofan eru úr þeirri búð og þær eru meiriháttar.

IMG_8526

Verði ykkur að góðu :)

 

Hráfæðipasta Jönu

IMG_7555-2Innihald: / 1 kúrbítur / 1 sæt kartafla / 1 rauðrófa

  1. Skerið grænmetið í pastastrimla með julienne peeler eða mandólín rifjárni og mýkið milli fingra með ólífuolíu. Ég set pínu salt líka.

Avocado basil pestó: / 2 avocado / 2 hvítlauksrif / handfylli af ferskri basilíku / hálf lúka af steinselju / 1/4 tsk þurrkar chili / 1/2 lime / smá ólífuolía / salt og pipar

  1. Allt sett í blandarann.
  2. Notið safann og börkinn úr lime-inu.

Kasjú”osta”sósa: / 1 bolli kasjúhnetur / 2 msk næringager / 1 tsk laukduft / lúka af graslauk / smá sítrónusafi / smá vatn til að þynna / salt og pipar

  1. Setjið kasjúhnetur í bleyti í ca. 2 klst.
  2. Setjið þær ásamt öllu hinu í blandarann og blandið þar til verður að sósu.

Mangótwist: / 1-2 mangó / bláber / mynta söxuð yfir. Svooooo gott!!!

Ég fékk þessa dásemdar uppskrift hjá elsku vinkonu minni henni Jönu. Hún heldur úti frábærri facebook síðu, Healthy Jana sem er full af allskonar fróðleik. Kíkið á hana.

Hvítlaukshummus

IMG_4375Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 2 msk sesamsmjör eða tahini / 1-2 pressuð hvítlaukrif / 1 tsk ferskur sítrónusafi / 1 tsk rifið engifer / 1 tsk cumin / 3 msk ólífuolía / smá cayenne pipar / salt og pipar / vatn ef þarf.

Aðferð: skolið kjúklingabaunirnar undir köldu vatni, blandið öllu saman í blandara eða matvinnsluvél.

Hummus geymist 4-5 daga í loftþéttum umbúðum í kæli. Algjör snilld með t.d. hrökkbrauði.

1 2