Archive of ‘Brauð’ category

Hvítlauksbrauð

IMG_2712_2Deig: / 1 1/4 bolli möndlumjöl / 1 msk kókoshveiti / 1/4 tsk salt / 3 tsk vínsteinslyftiduft / 1/2 tsk hvítlauksduft / 3 eggjahvítur /  1 tsk kókospálmasykur / 1/4 bolli 38 gr heitt vatn / 1 tsk ger / 2 msk ólífuolía / 1/2 bolli mozarella ostur / (1/2 tsk xanthan eða guar gum (ég sleppi því)).

Topping: / 2 msk bráðið smjör / 1/4 tsk hvítlauksduft / 1/4 tsk salt / 1 bolli rifinn mozarella ostur / 1/2 tsk ítölsk kryddblanda.

  1. Hitið ofninn í ca. 200 gr.
  2. Setjið möndlumjöl, kókoshveiti, salt, lyftiduft, hvítlauksduft og xanthan gum (ef þið viljið nota það – heldur deiginu betur saman) í skál og hrærið vel saman.
  3. Þeytið eggjahvíturnar þar til ljósar og léttar.
  4. Setjið sykurinn og vatnið í aðra litla skál og hrærið vel saman þar til sykurinn leysist upp og bætið þá gerinu út í. Passið að vatnið sé ekki of heitt né of kalt.
  5. Bætið ólífuolíunni út í hveitiblönduna og hellið síðan vatnsblöndunni með gerinu hægt og rólega út í og hnoðið vel saman með sleif.
  6. Bætið eggjahvítunum rólega út í.
  7. Setjið síðan 1/2 bolla af rifinum mozarella osti út í deigið.
  8. Setjið deigið í form (23cm) eða bara beint á bökunarpappír og formið til í ferning.
  9. Bakið í ofnin í ca. 15 mín eða þar til deigið er gullið.
  10. Á meðan búið þið til smjörið sem fer ofan á með því að bræða smjörið í potti og krydda með salti og hvítlauksdufti.
  11. Takið brauðið úr ofninum þegar það er tilbúið og penslið smjörinu yfir. Passið að smyrja alveg út á kantana.
  12. Skellið svo mozarellaostinum ofan á og kryddið með ítölsku kryddblöndunni.
  13. Setjið aftur inn í ofn í ca. 3 mín. eða þar til osturinn er bráðinn.
  14. Látið standa í smá stund áður en þið skerið niður.

Um daginn langaði mig alveg óstjórnlega í hvítlauksbrauð með einhverju sem ég var að elda. Ég átti frosið, týpískt hvítlauksbrauð inni í frysti en mig langaði ekki alveg í svoleiðis þó svo ég borði alveg allt brauð og allskonar brauð svo ég ákvað að reyna að finna hollari kost. Sem betur fer átti ég allt sem þurfti til að búa þetta flotta brauð til. Þetta er ekki alveg týpískt loftkennt hvítlauksbrauð en það kom verulega á óvart og var borðað með bestu lyst. Lyktin var himnesk… smjör.. hvítlaukur… ostur…. mmmmmmmm……

 

Heimild: cutthewheat.com

 

Ljomandi-bordi4.

 

 

 

Quesadillas à la Ottolenghi

IMG_2426_2Svartbaunamauk: / 1 1/2 bolli (400g) svartar baunir (niðursoðnar eru fínar) / 1 tsk kóríanderduft / 1/2 tsk cuminduft / 1/4 tsk cayenne pipar / 30 g ferskt kóríander (lauf og stiklar) / safi úr einni lime / 1/4 tsk himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og búið til mauk.

Salsa: / 1/2 rauðlaukur, skorinn í mjög þunnar sneiðar / 1/2 msk hvítvínsedik / 3 vorlaukar (grænu blöðin) skornir smátt / 5 tómatar, kjötið tekið burt innan úr / 1 pressaður hvítlauksgeiri / 1 rautt chili, skorið smátt / 30 g ferskt kóríander (lauf og stilkar) skorið smátt / 3/4 tsk himalayan salt / 2 avókadó skorið í teninga

  1. Leggið rauðlaukinn í bleyti í hvítvínsedikið í nokkrar mínútur. Skerið allt grænmetið niður, hrærið saman og setjið í skál.

Annað: / tortillur – sýrður rjómi – mosarella eða cheddar ostur, jafnvel parmesan – etv. pikklað jalapeno.

  1. Smyrjið baunamaukið á tortillu, setjið sýrðan rjóma ofan á og rifinn ost yfir.
  2. Setjið smá salsa ofaná og jafnvel pikklað jalapeno.
  3. Brjótið tortilluna saman í tvennt.
  4. Setjið á grillið eða á rifflaða pönnu og hitið í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Fyllingin á að vera heit og tortillurnar lítilsháttar brenndar.
  5. Skerið tortillurnar í helming og berið fram með auka salsa og fersku kóríander.

Við gerðum þetta aðeins öðruvísi. Við byrjuðum á að hita tortillurnar í ofni, settum svo allt gúmmelaðið innan í og borðuðum þannig eða eiginlega meira eins og vefjur. Það kom mjög vel út en ég hlakka til að prófa þessa uppskrift aftur og þá að grilla þegar allt er komið innan í tortillurnar.

IMG_2360_2

 

IMG_2376_2

 

Þetta eru tortillurnar sem ég kaupi yfirleitt þegar ég er í Ameríku. Aðrar eru hveitilausar og úr lífrænu, spíruðu korni og hinar eru lífrænar heilhveititortillur. Tortillurnar eru kælivara og svo miklu, miklu betri en pappatortillur með geymsluþol út í hið óendanlega. Svona vara þarf virkilega að fást hér á landi og ef einhver veit um ferskar, flottar tortillur þá endilega megið þið láta mig vita.

 

IMG_2357_2

Ég kíkti í Barnes and Nobles í Seattle og datt í fjórar bækur eftir Yotam Ottolenghi. Hann hefur skrifað bækurnar Ottolenghi: The Cookbook –  Plenty – Plenty More og Jerusalem. Ottolenghi og samstarfsaðili hans, Sami Tamimi, sem eru mennirnir á bak við fyrirtækið Ottolenghi og velgengni þess, ólust upp í Ísrael og Palestínu og nutu góðs af því í sínum uppvexti að borða mat eldaðan frá grunni af foreldrum sínum sem aðallega notuðu ferskt, árstíðabundið hráefni keypt af heimamönnum sem voru arabískir bændur og gyðingar. Þó svo að bókin Plenty, þaðan sem þessi uppskrift kemur, er grænmetisbók notar Ottolenghi bæði kjöt og fisk í sínum uppskriftum en út af uppruna sínum finnst honum ekkert tiltökumál að elda aðeins úr grænmeti að eigin sögn. Bókin er full af skemmtilegum frásögnum og maður bókstaflega finnur ástríðu hans gagnvart matseld.

Ottolenghi rekur fimm veitingastaði í London. Ef þú rekst á bækurnar hans þá skora ég á þig að kíkja í þær. Fallegar myndir, frábærar uppskriftir og fallegur heimur.

IMG_2359_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Bolludagsbollur / sænskar semlur

IMG_1938_2-5Deig: / 100 g mjúkt smjör / 1/2 bolli mjólk / 25 g þurrger / 2 1/3 bolli (325 g) glútenlaust hveiti eins og Miel Mix (sjá mynd neðar) eða All Purpous Baking Flour / 1 egg / 50 g erýtrítól með stevíu / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kardimommukrydd / 1/2 tsk salt.

Þessi uppskrift gerir 9 bollur

  1. Byrjið á að skera smjörið niður í litla bita, setjið í pott og bræðið við vægan hita.
  2. Bætið mjólkinni út í og hitið að 37 gráðum.
  3. Setjið þurrefnin í hrærivélaskál ásamt egginu og hellið vökvanum yfir. Hnoðið saman með hnoðaranum í hrærivélinni (ég er svo lánsöm að eiga Kitchen Aid græju). Deigið á að vera aðeins klístrað en samt verða þau að vera meðfærlegt.
  4. Setjið klút yfir hrærivélaskálina og látið hefast í 45 mín.

Möndlumassi/fylling: / 100 g möndlumjöl / 80 g erýtrítól / 3 msk vatn / 1/2-1 tsk kardimommukrydd / 1/4 tsk vanilluduft / 3 msk rjómi (óþeyttur) / VAL: 25 g fínt saxaðar eða hakkaðar, hvítar möndlur (hægt að rista á pönnu eða í ofni í 5 mín).

  1. Fyllinguna getið þið geymt í kæli meðan þið gerið bollurnar.
  2. Möndlumassinn er frekar sætur en það er hægt að minnka sætukeiminn með því að mylja deigið sem kemur úr holunni á bollunum út í möndlumassann (sjá neðar).

Þeyttur rjómi: / 300 ml rjómi / 1 msk fínmöluð strásæta frá Via Health eða flórsykur / smá vanilluduft eða 1/2 tsk vanilla extrakt / fínmöluð strásæta eða flórsykur til skreytingar.

 

Þegar deigið hefur hefast í 45 mínútur þá er hægt að búa til bollur og þá kveikir þú á ofninum og hitar í 220 gr. Ég vigtaði bollurnar (ca. 80 gr hver) og hnoðaði hverja mjög vel í höndunum. Síðan smurði ég smá eggi yfir til að fá gljáa. IMG_1870_2-2

Setjið klút yfir plötuna og látið hefast aftur í ca. 45 mínútur og bakið svo við 220 gr. í ca. 10-13 mínútur.

Þegar bollurnar eru tilbúnar og búnar að kólna þá skerið þið toppinn af og búið til smá holu í miðjunni á bollunni. Setjið fyllinguna þar í og dreifið henni líka um yfir brúnirnar.

Ég bjó einu sinni í Svíþjóð og Svíar borða svona bollur frá áramótum og fram að páskum, eða þá fást þær í bakaríunum. Í þeim er marsípanfylling en ekki sulta en hér notuðum við þessa möndlufyllingu.

IMG_1887_2-2

 

IMG_1888_2-2

 

IMG_1906_2

 

Þeytið rjómann, setjið í sprautupoka og ofan á hverja bollu og setjið lokið ofaná. Skreytið bollurnar með flórsykrinum/fínmöluðu strásætunni.

IMG_1908_2

 

IMG_1922_2-2

 

IMG_1953_2-3

 

IMG_1881_2Þessi frábæra hveitiblanda frá Bauckhof er glútenlaus og frábær í svona bakstur því hún er sterkjumikil. Ég hef stundum notað All Purpous Baking Flour í bakstur en finn alltaf eitthvað skrítið bragð af því. Ég fann það ekki þegar ég notaði þessa blöndu. Ég fékk þessa á Gló Fákafeni. Þeir hjá Bauckhof eru alveg frábærir – 100% lífrænir og vinna eftir hugsjónum Rudolph Steiner. Eru með eina allra, allra flottustu mylluna þar sem allt er steinmalað.

Ég rakst á þessa uppskrift á hinni ómótstæðilegu vefsíðu: http://www.callmecupcake.se en átti smá við uppskriftina. Ég held hreinlega að callmecupcake sé ein flottasta síða í heimi, myndirnar hennar Lindu Lomelino eru hreint ævintýri. Ég fann hana fyrst á Instagram. Fáránlega flott svo ég varð að prófa þessa uppskrift. Ég ólst upp við að mamma bakaði bollur á bolludaginn og sá dagur var alltaf svolítið hátíðlegur en litla fjölskyldan mín er ekki mikið bolludagsfólk, krakkarnir mínir eru ekki mikið fyrir rjóma og maðurinn minn er ekki mikið fyrir sætabrauð. En þau voru öll rosa ánægð með þessar bollur. Ég er heldur ekkert rosalega góð í svona gerbakstri og enn og aftur hringdi ég hotline í Elínu vinkonu sem er alltaf með svörin við öllu. Takk fyrir hjálpina elsku vinkona. Þú ert bara snillingur.

 

Ljomandi-bordi_3

Hveitilausar súkkulaðimuffins

IMG_0158-2Innihald: / 1 bolli hnetusmjör / 2 mjög þroskaðir bananar / 1/4 bolli hlynsíróp / 1/3 bolli kakóduft.

  1. Hitið ofninn í 180 gr.
  2. Setjið öll innihaldsefnin í matvinnsluvélina, þú þarft kannski að stoppa og skafa meðfram hliðunum en deigið er mjög klístrað og á að vera svoleiðis.
  3. Þegar allt er vel blandað saman þá seturðu deigið í muffinsform með skeið. Mér finnst best að bleyta skeiðina af og til út af deiginu.
  4. Þú ræður hvort þú brytur smá súkkulaði yfir.
  5. Inn í ofn í 12-15 mínútur og bíddu með að taka þær úr muffinsformunum þar til þær eru orðnar alveg kaldar.

Ég fann þessa litlu uppskrift á mywholedoodlife.com. Bara fjögur innihaldsefni. Þú ert fljótari að skella í svona en að keyra út í bakarí og kaupa sykursnúð. Svo bara að toppa með rjóma…

 

Uppáhalds pizzan okkar

IMG_7203Innihald: / 5 dl spelti eða heilhveiti / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver önnur fræ / 1 1/2 dl gróft haframjöl / 2 msk oregano / 1/2 tsk sjávarsalt / 2 msk vínsteinslyftiduft / 2 1/2  dl volgt vatn / 8 msk ólífuolía

  1. Blandið þurrefnunum saman, hellið vatni og olíu út í og bætið auka mjöli út í ef þarf.
  2. Hnoðið saman og skiptið upp í hluta eða búið til stóra botna.
  3. Ef þið viðjið bara setja ferskt hráefni ofaná pizzuna eins og græna sósu, sólþurrkaða tómata, ferskt grænmeti, ferskan parmesan, hráskinku þá bakiði botnana í ca. 10-15 mín við 200gr og setjið svo ferska hráefnið ofnaá. Hér er t.d. ég með rauðrófumaukið góða.
  4. Ef þið viljið gera venjulega pizzu, þ.e. með pizzasósu, skinku, pepperoni, osti og ananas sem þarf að fara aftur inn í ofn þá bakið þið botninn í ca. 5 mín. Setjið svo aftur inn í ofn með öllu gúmmelaðinu á þar til osturinn er bráðinn og pizzan tilbúin.
  5. Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu ofan á.

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna og krakkarnir biðja um holla pizzu í hverri viku. Þau hreinlega elska þennan rétt en þeirra pizza er ennþá svona þessi týpíska með áleggi, osti og ananas. Ég er bara glöð að þau vilji þennan botn en ekki tilbúinn hveitibotn. Eldri stelpan mín er reyndar dugleg og prófar alltaf hollari útgáfuna sem er frábært.

Uppskriftin af botninum kemur úr bókinni Happ Happ Húrra.

Berjabrauð

IMG_6347Innihald: / 2 dl maísmjöl / 1/2 dl hörfræ (mulin í kaffikvörn) / 1 msk psyllium husks / 3 tsk vínsteinslyftiduft / smá salt / 3 dl möndlu- eða hrísmjólk / 3-4 msk kókosolía / 1 dl frosin hindber.

  1. Hitið ofninn á 250gr.
  2. Blandið saman öllum þurrefunum.
  3. Blandið saman kókosolíunni og mjólkinni og hellið saman við þurrefnin.
  4. Látið deigið standa í ca. 5-10 mínútur.
  5. Bætið varlega nokkrum berjum við deigið en passið að liturinn smiti ekki með því að vera að hræra mikið í deiginu eftir að berin eru komin út í.
  6. Setjið í form og bakið í ca. 12-15 mínútur.

Þetta fallega brauð er ég búin að gera nokkrum sinnum. Mér finnst betra að setja það ekki í of djúpt form, þ.e.a.s. það er betra að brauðið sé í þynnra lagi. Ótrúlega gott nýbakað brauð með uppáhalds berjunum mínum.

IMG_6364Þessi uppskrift er frá http://www.hurbrasomhelst.se

Hrökkbrauð með laukbragði

IMG_5068Innihald: 1 dl maísmjöl / 1 dl bókhveiti (eða möndlumjöl) / 1 dl sesamfræ / 1/2 dl mulin hörfræ (í kaffikvörn) / 1/2 dl sólblómafræ / 1/2 dl hampfræ / 1/4 dl chiafræ  / 2 1/4 msk kókosolía / 2 1/2 dl soðið vatn / 1-2 tsk laukduft / birkifræ / smá salt í deigið og til að strá yfir

  1. Hrærið saman þurrefnunum (ég nota frekar mikið laukduft, gefur svo gott bragð).
  2. Sjóðið vatnið, setjið kókosolíuna út í og hrærið saman við deigið.
  3. Setjið bökunarpappír á plötu, síðan deigið og annan bökunarpappír ofaná og dreifið um plötuna með höndunum. Þannig klístrast ekki hendurnar og mun auðveldara að eiga við.
  4. Stráið smá birkifræjum og salti yfir og setjið aftur bökunarpappírinn yfir og þrýstið smá.
  5. Skerið í kex með pizzaskera.
  6. Bakið við 175gr í 25-35 mín.

Ég elska hrökkbrauð og gæti borðað það í öll mál. Þetta hrökkbrauð er svooooo gott og svakalega einfalt að gera. Áður en ég komst upp á lagið með að búa það til sjálf var ég áskrifandi á Finn Crisp, þessu þunna brúna. Núna geri ég mér mitt eigið hrökkbrauð sem er svo mikliu, miklu betra og hollara. Svo ótrúlega gott með t.d. hummus, rauðrófumauki eða bara smjöri og osti þess vegna. Ég hef einnig bætt við rifnum parmesan osti ofaná og sett svo inn í ofn og það var algjör snilld. Ég skora á þig að prófa, þú verður ekki fyrir vonbrigðum.

IMG_5896-4

Hugmyndin að þessu hrökkbrauði kemur frá yndislegu síðunni hennar Hönnu Göransson http://hurbrasomhelst.se

Glútenlaus föstudagspizza

IMG_4520Innihald: / 1 1/2 dl bókhveitimjöl eða maísmjöl, teffmjöl, kókoshveiti eða möndlumjöl (ég blandaði tveim tegundum saman 50/50) / 1 dl fjölkornablanda frá LÍF eða önnur fræ / 1 msk psyllium husks / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 3 egg / 1 dl möndlumjólk / 2 msk oregano / 1 hvítlauksrif pressað / smá salt

Heimagerð pizzusósa: 2 dl maukaðir tómatar / 1 dl tómatpúrra / 1-2 hvítlauksrif 1-2 tsk oregano

  1. Stillið ofninn á 220gr.
  2. Blandið saman þurrefnunum.
  3. Hrærið saman eggjunum og mjólkinni og blandið út í. Látið standa í ca. 5 mínútur. Deigið á að vera blautt svo ekki setja meira mjöl út í.
  4. Búið til eina stóra pizzu eða tvær minni og bakið í 5-8 mínútur.
  5. Takið svo pizzuna úr ofninum og smyrjið pizzusósu yfir botninn. Setjið á hana það sem ykkur finnst gott og má fara inn í ofn. Ég notaði sólþurrkaða tómata, rauða papriku og parmesan ost. Örugglega gott að nota sveppi fyrir þá sem finnst þeir góðir.
  6. Setjið pizzuna aftur inn í ofninn í 10-15 mín.
  7. Þegar pizzan kom úr ofninum setti ég rauðlauk, rucola, avocado og aðeins meiri parmesan ofaná. Svo fullt af hvítlauksolíu. Algjört must.

Passið bara að ef þið notið kókoshveiti þá þarf meiri vökva í uppskriftina. Hér er líka frábært að nota rauðrófuhummus með. Ég studdist hér við uppskrift af hurbrasomhelst.se og bætti aðeins við hana. Eigið dásamlega helgi :) 

 

 

 

Bláberjamuffins

IMG_6146-2Innihald: / 3 egg / 1 eggjarauða / 1 1/2 dl sukrin melis (eða flórsykur) / 4 msk kókosolía / 3/4 dl möndlumjólk / 3/4 dl kókoshveiti / 3 msk whole psyllium husk / smá salt / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1/2 tsk vanilluduft / 1 tsk kardimommuduft / 3 dl bláber / 1 msk kartöflumjöl eða tapica mjöl / 2 msk sukrin melis (eða flórsykur) / ca. 1/2 dl hakkaðar möndlur.

  1. Þeytið saman í hrærivél egg, eggjahvítu og sukrin melis þar til það verður létt og ljóst.
  2. Bræðið kókosolíuna (ég set krukkuna bara undir sjóðandi vatn), blandið henni saman við mjólkina ásamt vanilluduftinu, kardimommunni og saltinu og hellið öllu saman við eggin. Þeytið saman.
  3. Blandið saman kókoshveiti, vínsteinslyftidufti, huski og salti og setjið saman við deigið.
  4. Hrærið saman þar til þetta fer að líta út eins og deig og látið svo standa í 15-20 mín.  Deigið er samt klístrað og er ekki eins og venjulegt deig.
  5. Því næst hrærið þið saman kartöflumjölinu og sukrin melis og veltið bláberjunum upp úr. Þá blandið þið bláberjunum varlega saman við deigið.
  6. Setjið í muffinsform og stráið hökkuðum möndlum yfir.
  7. Þessi uppskrift er í ca. 8 muffinsform.
  8. Bakið við 175gr í 12-15 mínútur eða þar til liturinn er orðinn fallegur.

Hverjum finnst ekki bláber góð? HALLÓ! Bláber eru ofurfæða og eitt það allra hollasta sem fyrirfinnst. Ég notaði frosin bláber en það er örugglega alveg rosalega gott að nota fersk.

Glútenlaus bakstur er alls ekki eins og venjulegur bakstur og deigin eru oftast mjög blaut. Þannig eiga þau að vera og þess vegna á ekki að bæta við hveitimjöli til að ráða betur við deigið því þá verður útkoman algjör steypuklumpur.

Skonsubollur

IMG_5731Innihald: / 1 dl bókhveitimjöl / 1 dl maísmjöl/möndlumjöl eða teffmjöl / 1/2 dl möluð hörfræ / 2 tsk whole psyllium husk / 2 tsk vínsteinslyftiduft / smá klípa salt / 3 dl hrís- eða möndlumjólk / 2 msk kókosolía.

  1. Hiitið kókosolíuna og mjólkina saman í potti við lágan hita.
  2. Blandið þurrefnunum saman og hellið mjólkinni í.
  3. Hrærið þar til deigið verður þykkt og leyfið því að standa í amk. 5 mínútur.
  4. Gerið 5-6 bollur og setjið falleg fræ ofaná.
  5. Bakið í 10-15 min við 200gr.

Þessi uppskrift er t.d. tilvalin á helgarmorgunverðarborðið þegar fólk getur gefið sér tíma í svoleiðis. Hvað er betra en að fá sér heita skonsu? Hægt að gera hana hnetulausa með því að skipta út möndlumjölinu fyrir bókhveiti eða maísmjöl. Ég notaði teffmjöl og bókhveitimjöl í þessa uppskrift en teffmjölið gerir bollurnar svona dökkar. Og smurði með fullt af smjöri… ummmm!

IMG_5724

Þessi uppskrift er frá hurbrasomhelst.se

 

1 2