Posts Tagged ‘Paleo’

Eggja-Quiche með beikoni & grænum baunum

IMG_1717_2Innihald: / 1 tsk kókosolía eða ghee / 1 laukur / 1 vorlaukur / 2 pressaðir hvítlauksgeirar / 150 g beikon / 6 egg / 250 ml rjómi / 1 1/2 bolli frosnar grænar baunir (peas) látnar þiðna / 150-200 g mosarella eða cheddar ostur / smá himalayasalt / smá mulinn svartur pipar / nokkur fersk myntublöð / skreytt með avocado og ferskum myntublöðum.

  1. Hitið ofninn á 175 gr og setjið kókosolíu eða ghee á pönnu.
  2. Byrjið á að saxa laukinn og mýkið hann í olíunni í ca. 5 mínútur, bætið hvítlauknum út í í smá stund og takið laukinn til hliðar í stóra skál.
  3. Setjið beikonið á pönnuna og eldið í ca. 5 mínútur á hvorri hlið eða þar til brúnt og stökkt.
  4. Setjið svo beikonið á disk með eldhúsbréfi og látið renna aðeins af því. Skerið í bita þegar það hefur kólnað.
  5. Brjótið 6 egg í stóru skálina.
  6. Bætið rjómanum út í ásamt baununum, ostinum, beikoninu, myntunni og salti og pipar.
  7. Smyrjið eldfast mót að innan með kókosolíu eða smjöri og hellið blöndunni í.
  8. Bakið við 175 gr í u.þ.b. klukkustund eða þar til gullið.
  9. Skreytið með myntu og avocado og berið fram með fullt af salati.

Ég notaði 26 cm eldfast mót. Það tekur ekki langan tíma að undirbúa þennan rétt en hann þarf að vera í ofni í klukkustund.

IMG_1694_2-2

Þegar ég var au-pair í Frakklandi fyrir langa löngu kynntist ég fyrst Quiche Lorraine og váááá hvað ég elskaði það. Quiche Lorraine er með hveitibotni og svo er fylling sett ofan á botninn. Ég stenst engan veginn svona bökur, finnst þær sjúklega góðar og þegar ég rakst á þessa uppskrift á netinu varð ég bara að prófa. Þetta quiche eða þessi baka er ekki með hveitibotni, sem mér finnst reyndar alveg hrikalega gott að hafa, en hún er alveg ótrúlega bragðgóð og flottur hádegis- eða kvöldmatur. Alla vega kláraðist allt upp til agna hjá okkur og enginn afgangur var til að hafa með í vinnuna daginn eftir.

IMG_1708_2

 

Þessi hugmynd kemur frá http://zagleft.com

 

 

Ljomandi-bordi_3

Kjúklingaréttur með kasjúhnetum

IMG_1617_2Innihald: / 1 msk kókosolía / 2 rauðar paprikur / 200g heilar kasjúhnetur / 1 kg kjúklingabringur / 1 msk kókoshveiti (eða annað hveiti) / 1/2 tsk himalayan salt / 1 búnt vorlaukur.

Sósa: / 1/3 bolli tamarisósa eða sojasósa / 1/4 bolli eplaedik (eða hrísgrjónaedik) / 2 msk tómatpúrra / 2 msk kókospálmasykur / 1 msk akasíuhunang eða hrátt hunang (eða bara 3 msk af annarri hvorri sætunni) / 3 hvítlauksgeirar / 1 msk ferskt rifið engifer / smá svartur mulinn pipar.

  1. Byrjið á að skera paprikurnar og kjúklinginn í munnbita.
  2. Hitið olíuna á pönnu, skellið papríkunni yfir og látið malla í nokkrar mínútur eða þar til mjúkar. Takið svo af pönnunni.
  3. Setjið kjúklingabitana á pönnuna, setjið kókoshveitið eða það hveiti sem þið viljið nota yfir, saltið og hrærið af og til í þar til kjúklingurinn er að mestu eldaður í gegn.
  4. Á meðan kjúklingurinn er að eldast er hægt að gera sósuna sem fer yfir og hún fer á pönnuna þegar kjúklingurinn er að mestu tilbúinn.
  5. Bætið paprikunni út á pönnuna ásamt kasjúhnetunum.
  6. Lækkið hitann og látið malla í nokkrar mínútur.
  7. Setjið vorlaukinn yfir réttinn þegar hann er tilbúinn.

 Réttur fyrir ca. 4-6, tekur 10 mínútur að undirbúa og ca. 15 mín  að elda.

IMG_1646_2

Þessi ótrúlega einfalda og góða uppskrift dugar fyrir ca. 4-6, tekur 10 mínútur að undirbúa og ca. korter að elda. Í upprunalegu uppskriftinni er notað hrísgrjónaedik en ég skipti því út fyrir eplaedik. Þessi kjúklingaréttur hefur algjörlega slegið í gegn hérna á heimilinu og er orðinn okkar nýjasta uppáhald. Gott að bera fram með fullt af brakandi salati og flottu brauði.

Þessi kemur frá http://www.aspicyperspective.com

 

 

Ljomandi-bordi_3

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Gulrótarköku paleokúlur & súkkulaði paleokúlur

IMG_0067GULRÓTARKÖKUKÚLUR

Innihald: / 3/4 bollar möndlur / 6 döðlur / 1/3 bolli kókosmjöl / 2 meðalstórar gulrætur / 1/2 msk kanill / 1/4 tsk negull / 2-4 msk kókosmjólk eða kókosolía.

  1. Setjið möndlur í matvinnsluvél og mixið þar til möndlurnar verða að fínu mjöli. Setjið til hliðar.
  2. Setjið döðlurnar og kókosmjölið í matvinnsluvélina og blandið saman þar til myndast hálfgert deig.
  3. Rífið gulræturnar niður með rifjárni.
  4. Setjið möndlurnar, gulræturnar og kryddið út í og blandið saman.
  5. Setjið að lokum kókosmjólkina út í og látið vélina vinna þar til að deigið hefur náð góðum þéttleika. Ef þú notar kókosolíu þá læturðu krukkuna standa smá stund í heitu vatnsbaði, þannig verður hún fljótandi á örskot stund. Ég notaði kókosmjólk.
  6. Mótið kúlur og geymið í kæli í ca. 2 tíma.

SÚKKULAÐIKÚLUR

Innihald: / 1/2 bolli möndlur / 1/2 bolli graskersfræ / 1/2 bolli heslihnetur / 6 döðlur / 1/4 bolli kókosmjöl / 2-3 msk kakóduft / 2-4 msk kókosmjólk eða kókosolía.

  1. Setjið hnetur og fræ í matvinnsluvélina og blandið þar til verður að fínu mjöli. Setjið til hliðar.
  2. Setjið döðlurnar og kókosmjölið í matvinnsluvélina og blandið saman þar til myndast hálfgert deig.
  3. Setjið mjölið út í og bætið kakóduftinu við. Hér má setja 1-2 msk af möluðu kaffi út í fyrir þá sem vilja það en ég sleppti því að þessu sinni.
  4. Að lokum setjiði kókosmjólkina út í.
  5. Mótið kúlur og geymið í kæli í 2 tíma.
  6. Það er örugglega mjög gott að súkkulaðihúða helminginn af þessum kúlum. Þ.e.a.s. að setja 85% súkkulaði á helming hverrar kúlu fyrir sig. Ég ætla að prófa það næst. Það er örugglega alveg geggjað að nota hvíta kókossúkkulaðið frá Rapunzel sem er uppáhalds súkkulaðið mitt og algjört spari. En eins og ég segi þá hef ég ekki prófað það, ennþá.

Mig vantaði eitthvað til að taka með í skemmtilegt boð fyrir Justin Timberlake tónleikana. Ég fann þessar bollur á heimasíðunni icookfree.com og ákvað að prófa. Heppnaðist voða vel og allir fóru saddir og sælir á frábæra tónleika í Kórnum :) Þetta eru samt meira svona kaffiboðs treat eða desert eftir máltíð heldur en partýsnakk mundi ég segja. Mig langaði alla vega í kaffibolla með og ég sem drekk varla kaffi.

 

Paleo hamborgari

IMG_7319Innihald: / 700 g nautahakk / 2 hvítlauksrif / 1/2 laukur / 1 egg / 1 eggjarauða / 1 tsk sjávarsalt / 1 tsk pipar  (gerir fjóra borgara) / 1-2 sætar kartöflur fyrir brauð.

  1. Steikið lauk og hvítlauk á pönnu, setjið í skál og blandið við hakkið.
  2. Bætið eggi og eggjarauðu við hakkið og blandið vel.
  3. Mótið fjóra hamborgara og steikið á pönnu við meðalhita.
  4. Hægt að bera fram með spældu eggi og beikoni fyrir þá sem vilja það.
  5. Frábært með avocado- og wasabimajonesi.

Sætar kartöflur (hamborgarabrauð): / 1-2 sætar kartöflur. Veljið þá stærð sem hentar til að skera niður í 8 sneiðar og kryddið með uppáhalds kryddinu ykkar. Ég notaði franskt kartöflukrydd frá Pottagöldrum, smá túrmerik, olíu og salt. Ég skar þær í frekar þunnar sneiðar og setti þær í ofninn á 180g. þar til þær verða mjúkar.

Þessi uppskrift er í bókinni hennar Berglindar Sigmarsdóttur Nýjir Heilsuréttir fjölskyldunnar sem er dásamleg bók og ætti að vera til á öllum heimilum. Berglind notar beikon og spæld egg með sem er örugglega guðdómlega gott en ég sleppti því hér. Þegar ég hef ekki mikinn tíma og get ekki undirbúið hamborgarana á þennan hátt fer ég í Frú Laugu og kaupi tilbúna hamborgara úr fyrsta flokks nautahakki. Þeir eru dýrir en svo gjörsamlega þess virði.