Archive of ‘Kökur og sætt’ category

Lime avókadó hrákaka

IMG_2020_2Botn: / 80 g kókosmjöl / 100 g möndlur eða heslihnetur eða mix af báðu / 250 g döðlur / ögn cayennepipar / smá himalayan salt

  1. Allt sett í matvinnsluvél og mixað saman, sett í kökuform og inn í frysti á meðan þið gerið fyllinguna.

Fylling: / 2-3 avókadó / 3/4 bollar hlynsíróp / 1/4 bolli limesafi

  1. Allt set í blandara og hellt svo yfir botninn.
  2. Geymið í frysti í amk. klukkustund eða þar til kakan er frosin.
  3. Hægt að skreyta með kókosflögum, rifnu súkkulaði eða kíví.

Þessi kaka er mjög bragðgóð en það er betra að bera hana fram kalda og hún getur ekki staðið mjög lengi á borði. Þessi kemur úr smiðjunni hennar Jönu vinkonu.

 

IMG_2017_2

 

IMG_2033_2

 

 

Ljomandi-bordi4

Súkkulaðihjúpuð granatepli

IMG_2007_2

IMG_1685_2Innihald: / 1/2-1 granatepli / 100 gr 70% súkkulaði

  1. Takið fræin innan úr granateplinu og setjið í ísmolabox.
  2. Hér sérðu hvernig þú getur skorið granatepli á einfaldan hátt.
  3. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði og hellið því yfir granateplin með skeið.
  4. Setjið í frysti og njótið.

Þetta heimagerða nammi fann ég á Pinterest á síðu sem heitir http://chocolatecoveredkatie.com. Það er ekki bara fljótlegt heldur líka svo ótrúlega einfalt að gera og lítur svo dásamlega fallega út. Ég notaði bara 1/2 granatepli í eitt ísmolabox sem var frekar lítið box og eina plötu af súkkulaði.

Hér á heilsutorg.is getur þú lesið smá fróðleik um granatepli.

IMG_1995_2

IMG_1671_2

 

Ljomandi-bordi_3

Rúsínukökur langömmu Lilju

IMG_1119_2Innihald: / 2 bollar haframjöl / 2 1/2 bolli fínmalað spelt / 2 tsk vínsteinslyfitduft / 1/2 tsk salt / 1 bolli hrásykur / 1 bolli rúsínur / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 bolli smjör / 2 egg

  1. Setjið hveiti, sykur, salt og vínsteinslyftiduftið í hrærivélina.
  2. Blandið haframjöli og smátt söxuðum rúsínum saman við.
  3. Blandið fitunni saman við, ég tók smjörið úr ísskápnum vel áður þannig að það var mjúkt en hafði kókosolíuna fljótandi (vatnsbað).
  4. Þetta deig var of mjúkt til að búa til sívalinga svo ég setti það bara í skál og inn í ísskáp og beið þar til það hafði stirðnað. Ég var ekkert að rúlla því upp í mjóa sívalinga.
  5. Búið svo til litlar kökur og bakið við 180 gr þar til gullið.

IMG_1137_2-2

Það eru akkúrat svona einfaldar smákökur sem eru uppáhalds jólasmákökurnar á mínu heimili. Þessi uppskrift af rúsínukökum kemur til mín frá tengdamömmu minni en þær voru alltaf bakaðar á hennar æskuheimili og heiðrar hún minningu Lilju móður sinnar á hverju ári með því að baka þessar smákökur. Hér fyrir neðan er upprunalega uppskriftin en ég fékk góðfúslegt leyfi til að færa uppskriftina aðeins nær mínum takti og heppnuðust þær bara ljómandi vel. Ég vildi ekki breyta uppskriftinni of mikið og notaði fínmalað, lífrænt spelt í staðinn fyrir hveiti, minnkaði sykurmagnið og notaði hrásykur í stað sykurs og skipti smjörlíkinu út fyrir smjör og kókosolíu.

photo 2-11

Lilja átti fallega matreiðslubók sem í dag er fjölskyldufjársjóður. Aftast í bókinni hennar skrifar Björn Þ. Þórðarson eiginmaður hennar þessi fallegu orð sem eru skrifuð 15. september 1951:

IMG_1140

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Björn og Lilja árið 2002. Björn var háls-, nef og eyrnalæknir og var einnig mikill listmálari. Fallega myndin á veggnum er eftir hann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lilja dó árið 2004 en tvíburarnir mínir fæddust um mánuði eftir að að hún kvaddi. Hér er hún ásamt Eddu tengdamömmu með Eddu Berglindi mína nýfædda árið 2002.

 

Bordi2

 

Kókosmakkarónur með pistasíum og trönuberjum

IMG_1059_2

 

IMG_1087_2Innihald: / 120 g kókosmjöl / 2 egg / 60 g erýtrítol m stevíu / 1 tsk vanillu extrakt / sítrónubörkur af einni sítrónu (allra helst lífræn) / 25 g kókosolía (fljótandi) / smá salt

Súkkulaði : / 50 g bráðið súkkulaði (jafnvel aðeins meira ef þið viljið hafa súkkulaðið þykkt) / 1 tsk kókosolía (fljótandi) / 1 msk pistasíuhnetur / nokkur trönuber eða annar þurrkaður ávöxtur

  1. Hitið ofninn í 175 gr.
  2. Þeytið saman egg, sykur, vanillu, sítrónubörk og salt þangað til verður létt og ljóst, getur tekið smá tíma.
  3. Hrærið olíunni og kókosmjölinu út í og látið standa í amk. 15 mínútur eða þar til kókosmjölið hefur dregið í sig vökvann og deigið er orðið frekar stíft. Mér fannst 15 mínútur of stuttur tími svo ég setti skálina inn í ísskáp í ca. klukkustund.
  4. Mótið litlar keilur úr tæplega 1 msk af deiginu og setjið á bökunarpappír.
  5. Bakið í ofni í ca. 8-10 mínútur og takið úr ofninum þegar þær byrja að gyllast því ef deigið er of lengi í ofninum verður það alltof þurrt.
  6. Látið alveg kólna.
  7. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  8. Saxið pistastíuhneturnar niður og trönuberin. Það er hægt að nota hvaða ávöxt sem er eins og þurrkað mangó og jafnvel að nota þurrkað, sætt engifer.
  9. Dýfið flata endanum á keilunum í súkkulaðið, jafnvel 2X og setjið á bakka með mjórri endann niður.
  10. Stráið pistasíunum og berjunum yfir.
  11. Geymist í kæli í ca. viku og lengur í frysti.
  12. Njótið!

IMG_1081_2

Tími á jólanammi og þetta nammi er svo fallegt og sætt eitthvað. Uppskriftin kemur frá frábærri síðu sem heitir http://atastylovestory.com en ég notaði trönuber, fannst eitthvað svo jólalegt að nota rauða litinn :)

 

Bordi2

 

 

Súkkulaðinammi

IMG_0691_2Innihald: / 200 g dökkt súkkulaði / trönuber / pistasíuhnetur / gojiber / valhnetur / appelsínubörkur.

  1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
  2. Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
  3. Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
  4. Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.

IMG_0655_2

IMG_0669_2

 

Bordi2

Gulrótarkaka úr kókoshveiti

IMG_0841_2Innihald: / 1 bolli kókoshveiti / 3/4 bolli hlynsíróp / 1/2 bolli kókosolía (fljótandi) / 8 egg (stofuheit) / 1 msk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat (nutmeg) / 1/2 tsk salt / 1 msk sítrónusafi / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / 1 tsk matarsódi / 2 bollar rifnar gulrætur.

Krem: / 300 g rjómaostur / 150 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / smá sítrónusafi.

  1. Hitið ofninn í 180 gr. og notið tvö 23 cm kökuform.
  2. Setjið öll innihaldsefnin nema gulræturnar í hrærivél og hrærið saman.
  3. Bætið síðast gulrótunum út í.
  4. Setjið deigið í formin og bakið í 20-25 mín.
  5. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á milli botnanna og yfir.
  6. Skreytið með rifnum gulrótum og berið fram með þeyttum rjóma.

IMG_0860_2

Þessi uppskrift er frá heimasíðunni http://detoxinista.com. Hrikalega góð gulrótarkaka.

 

Bordi2

 

“Marsípan” bitar

IMG_0603Botn: / 1 bolli möndlumjöl / 2 msk hlynsíróp / 1 msk kókosolía (fljótandi) / 1/4 tsk möndludropar eða extraxt / smá salt.

Kókosfylling: / 1 bolli kókosmjöl / 3 msk hlynsíróp / 2 msk kókosolía (fljótandi) / 1 msk vatn.

Súkkulaði: / 1/4 bolli kakóduft / 1/4 bolli kókosolía (fljótandi) / 2 msk hlynsíróp.

  1. Setjið bökunarpappír í form, ég notaði venjulegt jólakökuform.
  2. Setjið kókosolíukrukkuna í heitt vatn svo olían verði fljótandi.
  3. Blandið öllu sem er í botninum saman í skál, hrærið vel saman þar til verður að deigi og pressið slétt í botninn á forminu.
  4. Blandið öllu sem er í kókosfyllingunni saman og hrærið vel. Setjið yfir botninn og sléttið.
  5. Búið til súkkulaðið í skál, pískið smá til að fá fallega áferð á það og hellið yfir.
  6. Setjið í frysti og tilbúið eftir 1-2 tíma.
  7. Skerið í fallega bita og berið fram beint úr frysti, það er betra að bera þá fram kalda.

Þessir ótrúlega einföldu og meiriháttar góðu bitar komu alveg óóótrúlega á óvart. Þvílíkt nammi. Ég held ég sé búin að finna jólakonfektið mitt svo gott er þetta.

 

IMG_0574 IMG_0580

IMG_0615Ég fann þessa dásemdar dásemd á detoxinista.com

Bordi1

Sítrónukaka

photo-7Innihald: / 1 1/2 bolli (ca 180gr) möndlumjöl / 1/4 tsk kardimomma / 2 tsk vínsteinslyftiduft / 4 egg (rauður og hvítur aðskildar) / 1/2 bolli kókospálmasykur (skipt í helming) / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 tsk vanillusykur  / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / 1/2 tsk sítrónudropar / rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu (ca 1/2 tsk) / smá sítrónusafi / 1 tsk hvítt edik / smá salt

  1. Smyrjið 20 cm (8 in) kökuform eða klippið til bökunarpappír i botninn. Þessi uppskrift/kaka er frekar lítil.
  2. Setjið möndlumjöl, kardimommu og vínsteinslyftiduft í skál og geymið til hliðar.
  3. Skiljið að eggjarauður og hvítur. Setjið eggjarauðurnar bara beint í hrærivélaskálina og hvíturnar í skál sem þið getið þeytt þær í. Passið vel að engin rauða sé í hvítunum þá verða hvíturnar ekki léttar og loftkenndar eins og við viljum.
  4. Hrærið saman í hrærivél eggjarauðum, rúmlega helmingnum af sykrinum, kókosolíunni, vanillusykrinum, vanilludropunum, sítrónudropum og sítrónusafanum. Hér má líka nota sítrónuilmkjarnaolíu frá t.d. Young Living en þá er nóg að setja bara 6-7 dropa.
  5. Bætið þurrefnunum út í og að lokum sítrónuberkinum. Deigið er frekar klístrað og á ekki að vera þurrt.
  6. Þeytið hvíturnar. Ég gerði það s.s. í annarri skál með handþeytara. Byrjið rólega og þegar loftbólur byrja að myndast setjið þá smá salt út í ásamt edikinu því það hjálpar hvítunum að flottar. Bætið síðan restinni af sykrinum út í hvíturnar hægt og rólega og hrærið saman.
  7. Setjið eggjahvíturnar saman við deigið rólega svo deigið verði léttara.
  8. Bakið í ca. 30 mínútur við 175 gráður.

Þessi litla kaka er alveg dásamleg en það er búið að taka nokkrar tilraunir í að mastera hana. Fyrst varð hún rosalega stökk að utan en það var vegna þess að eitthvað tókst ekki nógu vel með eggjahvíturnar hjá mér. Ég notaði líka mjög mikið af skálum fyrst en nú er ég búin að einfalda vinnuaðferðina eins og ég mögulega get. Ég elska möndlu, sítrónu- og vanillubragð og vantaði hollan staðgengil möndlukökunnar með bleika kreminu. Þessi gefur henni ekkert eftir. Fjölskyldan mín eru bestu dómararnir á það sem tekst vel og ekki vel hjá mér og maðurinn minn sem borðar aldrei kökur borðaði hálfa kökuna loksins þegar hún tókst vel svo ég varð að gera hana aftur til að ná almennilegri mynd af henni. En það eru bestu meðmælin og gladdi mig óendanlega mikið :) Svo er þetta uppáhaldskakan hans Bjarka míns. Eddu kaka er gulrótarkakan svo nú eigum við bara eftir að finna uppáhaldið hennar Hönnu Birnu sykursætu :)

Ég studdist við uppskrift af http://www.simplyrecipes.com en breytti henni smá.

IMG_8652

Grísk jógúrtsæla með bláberjum

photo-7 copyInnihald: / 1 dós grísk jógúrt / 1 dós lífræn mangójógúrt / 1-2 tsk hunang / smá múslí / örlítið af söxuðu lakkríssúkkulaði / bláber eins mikið og þú vilt.

  1. Hrærið saman grísku jógúrtinni og mangójógúrtinni með skeið eða gaffli og setjið í botninn á nokkrum fallegum glösum eða skálum. Þessi uppskrift er fyrir ca. 5.
  2. Setjið smá hunang þar ofan á í hvert glas. Það er kannski alveg óþarfi að setja heila teskeið í hvert glas sérstaklega ef múslíið er sætt. Ég notaði akasíuhunang.
  3. Því næst veljið þið ykkar uppáhalds múslí (gott að hafa köggla) og setjið ofaná ásamt söxuðu lakkríssúkkulaðinu og bláberjunum.
  4. Geymið í kæli þar til borið fram.

Ég fékk þennan guðdómlega desert í matarboði hjá vinkonu minni og gat ekki hætt að hugsa um hann. Ég fékk því góðfúslegt leyfi hjá henni til að deila honum með ykkur. Frábær sem desert og örugglega ekki verri sem morgunmatur. En hann er kannski örlítið í sætari kantinum sem morgunmatur og þá mundi ég sleppa súkkulaðinu, nema það væru sjálf jólin :)

Og talandi um jólin að þá er örugglega alveg ótrúlega smart að nota jólalakkrísinn frá LAKRIDS by Johan Bulow en hann er gylltur. Ég ætla að prófa að saxa hann niður næst, sko þegar ég geri desert, ekki morgunmat :) :)

 

Edduhjarta

IMG_0412Innihald: / hnetusmjör / banani / 100 gr brætt súkkulaði 70% eða 85%

  1. Byrjið á að bræða eina plötu af flottu súkkulaði.
  2. Setjið dágott magn af hnetusmjöri í botninn á formunum.
  3. Setjið bananasneiðar þar ofan á.
  4. Að endingu setjiði brædda súkkulaðið ofan á og inn í frysti.

IMG_0356

Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni var dóttir mín 12 ára búin að búa til þetta frábæra nammi handa sér. Hún smakkaði þetta hjá vinkonu sinni og fékk uppskriftina hjá henni. Hún var búin að tala lengi um að fá að búa þetta til og þar sem ég gaf mér ekki tíma til að hjálpa henni tók hún sig til og græjaði sjálf með hjálp litlu systur sinnar. Við gerðum þetta svo aftur saman og tókum nokkrar myndir því þetta var svo gott og fallegt að setja í hjartaform.

IMG_0371Myndirnar eru af Hönnu Birnu aðstoðarkonu, 9 ára krúttsprengjan mín.

1 2 3