Innihald: / 1 1/2 bolli (ca 180gr) möndlumjöl / 1/4 tsk kardimomma / 2 tsk vínsteinslyftiduft / 4 egg (rauður og hvítur aðskildar) / 1/2 bolli kókospálmasykur (skipt í helming) / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 tsk vanillusykur / 1 tsk vanillu extract eða vanilludropar / 1/2 tsk sítrónudropar / rifinn sítrónubörkur af einni sítrónu (ca 1/2 tsk) / smá sítrónusafi / 1 tsk hvítt edik / smá salt
- Smyrjið 20 cm (8 in) kökuform eða klippið til bökunarpappír i botninn. Þessi uppskrift/kaka er frekar lítil.
- Setjið möndlumjöl, kardimommu og vínsteinslyftiduft í skál og geymið til hliðar.
- Skiljið að eggjarauður og hvítur. Setjið eggjarauðurnar bara beint í hrærivélaskálina og hvíturnar í skál sem þið getið þeytt þær í. Passið vel að engin rauða sé í hvítunum þá verða hvíturnar ekki léttar og loftkenndar eins og við viljum.
- Hrærið saman í hrærivél eggjarauðum, rúmlega helmingnum af sykrinum, kókosolíunni, vanillusykrinum, vanilludropunum, sítrónudropum og sítrónusafanum. Hér má líka nota sítrónuilmkjarnaolíu frá t.d. Young Living en þá er nóg að setja bara 6-7 dropa.
- Bætið þurrefnunum út í og að lokum sítrónuberkinum. Deigið er frekar klístrað og á ekki að vera þurrt.
- Þeytið hvíturnar. Ég gerði það s.s. í annarri skál með handþeytara. Byrjið rólega og þegar loftbólur byrja að myndast setjið þá smá salt út í ásamt edikinu því það hjálpar hvítunum að flottar. Bætið síðan restinni af sykrinum út í hvíturnar hægt og rólega og hrærið saman.
- Setjið eggjahvíturnar saman við deigið rólega svo deigið verði léttara.
- Bakið í ca. 30 mínútur við 175 gráður.
Þessi litla kaka er alveg dásamleg en það er búið að taka nokkrar tilraunir í að mastera hana. Fyrst varð hún rosalega stökk að utan en það var vegna þess að eitthvað tókst ekki nógu vel með eggjahvíturnar hjá mér. Ég notaði líka mjög mikið af skálum fyrst en nú er ég búin að einfalda vinnuaðferðina eins og ég mögulega get. Ég elska möndlu, sítrónu- og vanillubragð og vantaði hollan staðgengil möndlukökunnar með bleika kreminu. Þessi gefur henni ekkert eftir. Fjölskyldan mín eru bestu dómararnir á það sem tekst vel og ekki vel hjá mér og maðurinn minn sem borðar aldrei kökur borðaði hálfa kökuna loksins þegar hún tókst vel svo ég varð að gera hana aftur til að ná almennilegri mynd af henni. En það eru bestu meðmælin og gladdi mig óendanlega mikið Svo er þetta uppáhaldskakan hans Bjarka míns. Eddu kaka er gulrótarkakan svo nú eigum við bara eftir að finna uppáhaldið hennar Hönnu Birnu sykursætu
Ég studdist við uppskrift af http://www.simplyrecipes.com en breytti henni smá.