Andlit

 Hér eru nokkrar vörur sem mér finnst frábærar og nota á andlitið

SERUM

IMG_2260_2

SÓLEY

 

Serumið frá Sóley í línunni Birta Lift and Glow er olíuhúðnæring sem inniheldur hafþyrni, birki og vallhumal og ég er mjög hrifin af. Húðin mín hreinlega drekkur hana í sig og ég tala nú ekki um eftir flug þar sem loftið er svo svakalega þurrt. 
Frábær andlitsolía sem fer hratt inn í húðina og sem lyktar líka vel, mér finnst það alltaf skipta máli.

 

 

 

 

 

 

 

ANDLITSKREM

IMG_2328_2

SÓLEY

 

Birta Lift and Glow er anti-aging krem fyrir eldri húð frá Sóley sem gefur góðan raka og á að draga úr hrukkum og fínum línum. Inniheldur íslenskt birki, íslenskan vallhumal og sjávarplöntur sem virka eins og hyaluronic sýra. Það er hægt að setja einn dropa af olíunni frá Sóley út í kremið t.d ef húðin er mjög þurr. Svo er kremið í glerumbúðum sem mér finnst alltaf frábært.

Hægt að nota kvölds og morgna.

 

 

 

 

 

 

 

UNA Day cream jar

UNA

 

UNA dagkrem hef ég notað af og til í nokkur ár. Mér finnst UNA frábærar vörur. Lífvirku efnin í kreminu eru unnin úr sjávarþörungum og kremið hentar öllum. Mér finnst umbúðirnar mjög notendavænar því þær eru loftheldnar með pumpu sem vernda virku efnin í kreminu og þú þarft ekki að dýfa fingrunum ofan í dolluna og snerta kremið. Frábært krem fyrir konur og karla.

 

 

 

 

 

 

 

Face Reg. Rich Daycream 2014

LAVERA

 

Þetta dagkrem er frá LAVERA og er gert úr trönuberjum og argan olíu sem er frábært fyrir þurra og þroskaða húð. Mjög létt og gott krem sem lyktar vel.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

UNA 48975

UNA

 

UNA næturkrem er líka hægt að nota sem dagkrem fyrir þá sem eru eldri. Ég geri það oft og maðurinn minn notar UNA krem mjög mikið sérstaklega vegna þess hversu umbúðirnar eru mikil snilld og auðvitað af því kremin eru svo góð og virk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 AUGNKREM

IMG_2430_2

SÓLEY

 

Augnkremið frá SÓLEY í línunni Birta lift and glow finnst mér flott augnkrem og hægt að nota það kvölds og morgna. Það er sniðugt að geyma í ísskáp því stundum er gott að kæla augnsvæðið. Ég set augnkrem yfirleitt alltaf líka kringum munninn, eitthvað sem ég hef vanið mig á enda með krónískan varaþurrk.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jar eye cream 30 ml

UNA

 

UNA augnkrem finnst mér mjög áhrifaríkt sérstaklega þegar maður vaknar og er eins og maður hafi borðað 800 fílakaramellur kvöldið áður. Það dregur einstaklega vel úr bólgu kringum augun og er bara dásamlega mjúkt og gefur augnsvæðinu ákveðinn ljóma. Frábært líka fyrir herra.

 

 

 

 

 

 

 

 

HREINSIKREM

IMG_2243_2

PACIFICA

 

Til að hreinsa húðina nota ég mjög oft bara kókosolíu en þessi húðhreinsir frá PACIFICA finnst mér æðislegur. Hann inniheldur sjávarþörunga og það alveg rosa mikil kókoslykt af honum og mér finnst hún góð.

PACIFICA hreinsirinn er bæði fyrir eldri og yngri húð.

 

 

 

 

 

 

 

 

ANDLITSVATN 

IMG_1546_2

JURTAAPÓTEK

 

Andlitsvatnið frá Jurtaapótekinu er aaalgjört æði og hef notað það í dágóðan tíma. Fæst fyrir þurra og venjulega húð og einnig fyrir feita húð. Og ekki skemmir góða, góða lyktin af því en í andlitsvatninu er rósavatn, appelsínuvatn, lavendervatn og nornaheslivatn. Bara að hella í bómul og strjúka yfir hreina húð. Æðislegt!!!

 

 

 

 

 

 

 

IMG_2333_2

SÓLEY

 

Ég nota stundum Nærð frá Sóley sem er létt andlitsvatn úr villtum, íslenskum jurtum og íslensku lindarvatni. Mér finnst svo mikil snilld að geta notað íslenskar hágæða snyrtivörur og þetta hef ég yfirleitt með í flugfreyjutöskunni minni og úða á andlitið í tíma og ótíma :)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

MASKAR

IMG_2223_2

REN

 

Þessi maski frá REN er algjörlega hreinasta undur! Ég sá strax mun eftir að hafa notað hann bara einu sinni. Hann er mjög öflugur, fjarlægir dauðar húðfrumur, dregur úr fínum línum og hrukkum og jafnar húðlit. Mér finnst hann gera húðina bjartari og hún fær meira gló.

Ég nota hann helst þegar húðin í andlitinu er þreytt og ég þarf að fá smá extra boost eins og eftir langar vinnutarnir. Tilvalið að nota einu sinni í viku í 10 mínútur og með honum fylgir klútur til að hreinsa maskann af með heitu vatni. Hann inniheldur engin paraber, súlfat né mineral olíu og ég vildi að ég hefði vitað af þessari vöru miklu fyrr. Algjört dúndur!

 

 

IMG_1542_2

JURTAAPÓTEK

 

Þessi leir-skrúbbmaski úr Jurtaapótekinu er úr apríkósukjörnum, frönskum grænum leir, rhassoul leir, myntu- og appelsínuilmolíu. Ég nota hann þannig að ég bleyti ca. 1 tsk. af honum með smá vatni í lófanum og skrúbba andlitið létt. Læt svo bíða í ca. 5 mín.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

ÖNNUR ANDLITSKREM

IMG_2238_2-2

PACIFICA

 

BB kremið frá PACIFICA er stútfullt af góðum innihaldsefnum. Mér finnst það frábært undir farða og liturinn aðlagast mjög vel húðinni út af steinefnunum í því og þess vegna virkar einn litur.

CC kremið vann Natural Health Beauty Awards 2014. Það kemur í tveimur litum, gefur fallega áferð og birtu. Þegar stelpurnar mínar fara að biðja um farða mun ég pottþétt leiðbeina þeim í þessa átt. Inniheldur m.a. kókosvatn. SPF 17.

 

 

 

 

 

IMG_2650_2

LAVERA

 

Ég er nýfarin að nota BB og CC kremin frá LAVERA. Ég nota alls konar förðunarvörur og alls ekki bara hreinar vörur en það er bara eitthvað svo gott við það að nota og vita að maður er að nota hreinar förðunarvörur. Elska þetta.

 

 

 

 

 

 

 

 

Ljomandi-bordi4

 

 

 

 

 

 

Leave a Reply