Archive of ‘Vöfflur og pönnukökur’ category

Glútenlausar vöfflur

IMG_5973Innihald: / 1 bolli bókhveiti / 1 bolli rísmjöl / 1/2 bolli hirsiflögur / 1 1/2 tsk vínsteinslyftiduft / smá sjávarsalt / 1 1/2 msk sesamfræ / 1 1/2 msk hampfræ / 2 egg / 4-5 msk ólífuolía/kókosolía eða smjör / 2 bollar vatn, möndlu- eða hrísmjólk / smá erythritol eða stevia.

  1. Blandið þurrefnunum saman og hrærið út með hluta af vökvanum.
  2. Bætið eggjunum út í og hrærið vel.
  3. Blandið olíunni saman við og síðan restinni af vökvanum.
  4. Skellt í vöfflujárnið eða búið til lummur.

Namminamminamm…….. það er svo gott að fá sér nýbakaða vöfflu. Þessar komu svo sannarlega á óvart og ekki skemmir fyrir hvað þær eru hollar. Ég notaði 3 msk af ólífuolíu og 2 msk af kókosolíu í þessa uppskrift en það er örugglega bragðbest að nota smá smjör. Mér finnst allt verða gott með smjöri, úps!  Reyndar átti ég ekki nema 1/2 bolla af rísmjöli svo ég notaði 1/2 bolla af Tapica mjöli á móti en svo las ég einhvers staðar að Tapica er víst ekki gott fyrir skjaldkirtilinn. Alla vega, þá vitum við það :)

IMG_6007

 

Speltvöfflur

IMG_5875Innihald: / 300 g gróft spelt / 100 g kókoshveiti / 5 msk kókosolía eða 50 g smjör / 2 egg / 2 tsk vanillu- eða möndludropar / 400 ml kókosmjólk og/eða möndlumjólk / 300 ml vatn.

  1. Hrærið saman þurrefnunum.
  2. Mér finnst gott að blanda saman öllum vökvanum og hella svo yfir þurrefnin og hræra þannig saman í deig.
  3. Gott með jarðarberja-sultulínu og þeyttum rjóma.

IMG_5835