Innihald: / 1 lambalund / 1 brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 rauðlaukur / 1 gúrka / 3 tómatar / 3 gulrætur / belgbaunir.
Dressing: 1/2 msk fiskisósa / 2 msk ristuð sesamolía / 1 msk hlynsýróp eða akasíuhunang / 1 msk tamarisósa / 2 hvítlauksrif / 2-3 cm engifer / 1/2 rautt saxað chili / smá limesafi.
Hnetur: setjið kasjúhnetur í eldfast mót og kryddið með karríi, smá agave eða einhverju til að sæta og chili. Hitið í ofni í smá stund eða þar til þær verða pínu harðar.
- Kryddið lambalundina og eldið.
- Sjóðið vatn í katli og hellið yfir brokkolíið, látið standa í ca. 1 mínútu.
- Skerið niður grænmetið og setjið í fallega skál.
- Skerið lambalundina í þunnar sneiðar og blandið saman við grænmetið.
- Hellið dressingunni yfir.
- Stráið ristuðum sesamfræjum yfir og hnetunum.
Ég fékk þetta salat hjá Jönu vinkonu minni þegar ég heimsótti hana til Lúxemborgar. Jana er algjör snillingur í eldhúsinu og stútfull af alls konar fróðleik varðandi mat og heilsu almennt. Hún sér um eldhúsið á HaPP Luxembourg. Þannig að þetta salat klikkar alls ekki.
Verði ykkur að góðu