December 2014 archive

Rúsínukökur langömmu Lilju

IMG_1119_2Innihald: / 2 bollar haframjöl / 2 1/2 bolli fínmalað spelt / 2 tsk vínsteinslyfitduft / 1/2 tsk salt / 1 bolli hrásykur / 1 bolli rúsínur / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 bolli smjör / 2 egg

 1. Setjið hveiti, sykur, salt og vínsteinslyftiduftið í hrærivélina.
 2. Blandið haframjöli og smátt söxuðum rúsínum saman við.
 3. Blandið fitunni saman við, ég tók smjörið úr ísskápnum vel áður þannig að það var mjúkt en hafði kókosolíuna fljótandi (vatnsbað).
 4. Þetta deig var of mjúkt til að búa til sívalinga svo ég setti það bara í skál og inn í ísskáp og beið þar til það hafði stirðnað. Ég var ekkert að rúlla því upp í mjóa sívalinga.
 5. Búið svo til litlar kökur og bakið við 180 gr þar til gullið.

IMG_1137_2-2

Það eru akkúrat svona einfaldar smákökur sem eru uppáhalds jólasmákökurnar á mínu heimili. Þessi uppskrift af rúsínukökum kemur til mín frá tengdamömmu minni en þær voru alltaf bakaðar á hennar æskuheimili og heiðrar hún minningu Lilju móður sinnar á hverju ári með því að baka þessar smákökur. Hér fyrir neðan er upprunalega uppskriftin en ég fékk góðfúslegt leyfi til að færa uppskriftina aðeins nær mínum takti og heppnuðust þær bara ljómandi vel. Ég vildi ekki breyta uppskriftinni of mikið og notaði fínmalað, lífrænt spelt í staðinn fyrir hveiti, minnkaði sykurmagnið og notaði hrásykur í stað sykurs og skipti smjörlíkinu út fyrir smjör og kókosolíu.

photo 2-11

Lilja átti fallega matreiðslubók sem í dag er fjölskyldufjársjóður. Aftast í bókinni hennar skrifar Björn Þ. Þórðarson eiginmaður hennar þessi fallegu orð sem eru skrifuð 15. september 1951:

IMG_1140

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Björn og Lilja árið 2002. Björn var háls-, nef og eyrnalæknir og var einnig mikill listmálari. Fallega myndin á veggnum er eftir hann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lilja dó árið 2004 en tvíburarnir mínir fæddust um mánuði eftir að að hún kvaddi. Hér er hún ásamt Eddu tengdamömmu með Eddu Berglindi mína nýfædda árið 2002.

 

Bordi2

 

Kókosmakkarónur með pistasíum og trönuberjum

IMG_1059_2

 

IMG_1087_2Innihald: / 120 g kókosmjöl / 2 egg / 60 g erýtrítol m stevíu / 1 tsk vanillu extrakt / sítrónubörkur af einni sítrónu (allra helst lífræn) / 25 g kókosolía (fljótandi) / smá salt

Súkkulaði : / 50 g bráðið súkkulaði (jafnvel aðeins meira ef þið viljið hafa súkkulaðið þykkt) / 1 tsk kókosolía (fljótandi) / 1 msk pistasíuhnetur / nokkur trönuber eða annar þurrkaður ávöxtur

 1. Hitið ofninn í 175 gr.
 2. Þeytið saman egg, sykur, vanillu, sítrónubörk og salt þangað til verður létt og ljóst, getur tekið smá tíma.
 3. Hrærið olíunni og kókosmjölinu út í og látið standa í amk. 15 mínútur eða þar til kókosmjölið hefur dregið í sig vökvann og deigið er orðið frekar stíft. Mér fannst 15 mínútur of stuttur tími svo ég setti skálina inn í ísskáp í ca. klukkustund.
 4. Mótið litlar keilur úr tæplega 1 msk af deiginu og setjið á bökunarpappír.
 5. Bakið í ofni í ca. 8-10 mínútur og takið úr ofninum þegar þær byrja að gyllast því ef deigið er of lengi í ofninum verður það alltof þurrt.
 6. Látið alveg kólna.
 7. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
 8. Saxið pistastíuhneturnar niður og trönuberin. Það er hægt að nota hvaða ávöxt sem er eins og þurrkað mangó og jafnvel að nota þurrkað, sætt engifer.
 9. Dýfið flata endanum á keilunum í súkkulaðið, jafnvel 2X og setjið á bakka með mjórri endann niður.
 10. Stráið pistasíunum og berjunum yfir.
 11. Geymist í kæli í ca. viku og lengur í frysti.
 12. Njótið!

IMG_1081_2

Tími á jólanammi og þetta nammi er svo fallegt og sætt eitthvað. Uppskriftin kemur frá frábærri síðu sem heitir http://atastylovestory.com en ég notaði trönuber, fannst eitthvað svo jólalegt að nota rauða litinn :)

 

Bordi2

 

 

Súkkulaðinammi

IMG_0691_2Innihald: / 200 g dökkt súkkulaði / trönuber / pistasíuhnetur / gojiber / valhnetur / appelsínubörkur.

 1. Bræðið súkkulaðið við vægan hita í vatnsbaði.
 2. Setjið bökunarpappír á plötu sem kemst í ísskáp eða frysti.
 3. Dreifið yfir súkkulaðið gróft söxuðum pistasíum, valhnetum, gojiberjum, trönuberjum og kókosflögum. Líka gott að raspa appelsínubörk yfir. Þið getið notað það sem ykkur finnst gott ofaná súkkulaðið.
 4. Skellið í ísskápinn eða frystinn þangað til súkkulaðið er orðið kalt og brjótið þá í bita.

IMG_0655_2

IMG_0669_2

 

Bordi2