Kókosmakkarónur með pistasíum og trönuberjum

IMG_1059_2

 

IMG_1087_2Innihald: / 120 g kókosmjöl / 2 egg / 60 g erýtrítol m stevíu / 1 tsk vanillu extrakt / sítrónubörkur af einni sítrónu (allra helst lífræn) / 25 g kókosolía (fljótandi) / smá salt

Súkkulaði : / 50 g bráðið súkkulaði (jafnvel aðeins meira ef þið viljið hafa súkkulaðið þykkt) / 1 tsk kókosolía (fljótandi) / 1 msk pistasíuhnetur / nokkur trönuber eða annar þurrkaður ávöxtur

  1. Hitið ofninn í 175 gr.
  2. Þeytið saman egg, sykur, vanillu, sítrónubörk og salt þangað til verður létt og ljóst, getur tekið smá tíma.
  3. Hrærið olíunni og kókosmjölinu út í og látið standa í amk. 15 mínútur eða þar til kókosmjölið hefur dregið í sig vökvann og deigið er orðið frekar stíft. Mér fannst 15 mínútur of stuttur tími svo ég setti skálina inn í ísskáp í ca. klukkustund.
  4. Mótið litlar keilur úr tæplega 1 msk af deiginu og setjið á bökunarpappír.
  5. Bakið í ofni í ca. 8-10 mínútur og takið úr ofninum þegar þær byrja að gyllast því ef deigið er of lengi í ofninum verður það alltof þurrt.
  6. Látið alveg kólna.
  7. Bræðið súkkulaðið í vatnsbaði.
  8. Saxið pistastíuhneturnar niður og trönuberin. Það er hægt að nota hvaða ávöxt sem er eins og þurrkað mangó og jafnvel að nota þurrkað, sætt engifer.
  9. Dýfið flata endanum á keilunum í súkkulaðið, jafnvel 2X og setjið á bakka með mjórri endann niður.
  10. Stráið pistasíunum og berjunum yfir.
  11. Geymist í kæli í ca. viku og lengur í frysti.
  12. Njótið!

IMG_1081_2

Tími á jólanammi og þetta nammi er svo fallegt og sætt eitthvað. Uppskriftin kemur frá frábærri síðu sem heitir http://atastylovestory.com en ég notaði trönuber, fannst eitthvað svo jólalegt að nota rauða litinn :)

 

Bordi2

 

 

Leave a Reply