Rúsínukökur langömmu Lilju

IMG_1119_2Innihald: / 2 bollar haframjöl / 2 1/2 bolli fínmalað spelt / 2 tsk vínsteinslyfitduft / 1/2 tsk salt / 1 bolli hrásykur / 1 bolli rúsínur / 1/2 bolli kókosolía / 1/2 bolli smjör / 2 egg

  1. Setjið hveiti, sykur, salt og vínsteinslyftiduftið í hrærivélina.
  2. Blandið haframjöli og smátt söxuðum rúsínum saman við.
  3. Blandið fitunni saman við, ég tók smjörið úr ísskápnum vel áður þannig að það var mjúkt en hafði kókosolíuna fljótandi (vatnsbað).
  4. Þetta deig var of mjúkt til að búa til sívalinga svo ég setti það bara í skál og inn í ísskáp og beið þar til það hafði stirðnað. Ég var ekkert að rúlla því upp í mjóa sívalinga.
  5. Búið svo til litlar kökur og bakið við 180 gr þar til gullið.

IMG_1137_2-2

Það eru akkúrat svona einfaldar smákökur sem eru uppáhalds jólasmákökurnar á mínu heimili. Þessi uppskrift af rúsínukökum kemur til mín frá tengdamömmu minni en þær voru alltaf bakaðar á hennar æskuheimili og heiðrar hún minningu Lilju móður sinnar á hverju ári með því að baka þessar smákökur. Hér fyrir neðan er upprunalega uppskriftin en ég fékk góðfúslegt leyfi til að færa uppskriftina aðeins nær mínum takti og heppnuðust þær bara ljómandi vel. Ég vildi ekki breyta uppskriftinni of mikið og notaði fínmalað, lífrænt spelt í staðinn fyrir hveiti, minnkaði sykurmagnið og notaði hrásykur í stað sykurs og skipti smjörlíkinu út fyrir smjör og kókosolíu.

photo 2-11

Lilja átti fallega matreiðslubók sem í dag er fjölskyldufjársjóður. Aftast í bókinni hennar skrifar Björn Þ. Þórðarson eiginmaður hennar þessi fallegu orð sem eru skrifuð 15. september 1951:

IMG_1140

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Björn og Lilja árið 2002. Björn var háls-, nef og eyrnalæknir og var einnig mikill listmálari. Fallega myndin á veggnum er eftir hann.

OLYMPUS DIGITAL CAMERA

Lilja dó árið 2004 en tvíburarnir mínir fæddust um mánuði eftir að að hún kvaddi. Hér er hún ásamt Eddu tengdamömmu með Eddu Berglindi mína nýfædda árið 2002.

 

Bordi2

 

1 Comment on Rúsínukökur langömmu Lilju

  1. Helga
    27. January, 2015 at 3:55 pm (9 years ago)

    OMG Hvað þú ert mikið beibí þarna mín kæra :)
    Yndislega gaman að lesa þetta og skemmtilegt að geyma svona fjársjóð eins og uppskriftarbækur íslenskra húsmæðra voru.

    kv,
    H.

    Reply

Leave a Reply