Bakaður rauðlaukur með valhnetusalsa

IMG_2510-1024x683

Þessi réttur er fyrir ca. 4

Innihald: / 4 rauðlaukar / 1 1/2 msk ólífuolía / 1 bolli (20 g) rucola salat / 15 g steinseljulauf / 60 g mjúkur geitaostur (hægt að nota fetaost eða jafnvel Havarti) / smá salt og svartur pipar.

Salsa: / 65 g valhnetur / 1 rautt chili / 1 hvítlauksgeiri / 3 msk rauðvínsedik / 1 msk ólífuolía / smá himalayan salt.

  1. Hitið ofninn í 220 gráður.
  2. Takið utan af rauðlauknum og skerið toppinn og botninn af.
  3. Skerið hvern lauk í þrennt þversum eða þannig að bitarnir séu ca. 2 cm þykkir og setjið á bökunarpappír.
  4. Penslið laukana með olíunni, saltið (ca. 1/4 tsk) og piprið með svörtum pipar og grillið eða bakið í ofninum í u.þ.b. 40 mínútur eða þar til laukarnir eru tilbúnir.
  5. Látið kólna lítillega.
  6. Á meðan laukarnir eru í ofninum búið þá til salsað með því að setja allt í skál. Gott er að brjóta valhneturnar í tvennt eða þrennt.

Til að bera fram setjið rucola salat og steinselju á fat. Setjið heita laukana ofan á (ekki taka þá í sundur), ostinn og helminginn af salsanu.

Enn og aftur Ottolenghi. Ég bara eeelska hann. Sætleiki rauðlaukanna leikur hér aðalhlutverkið en hann eykst einmitt þegar rauðlaukur er grillaður eða bakaður. Frábært meðlæti með allskonar mat, sérstaklega með appelsínu saffran kjúklingasalatinu. Það þarf ekkert endilega að hafa salsað með en grillaður rauðlaukur ásamt smá granateplum svínvirkar alltaf.

 

Ljomandi-bordi4

Leave a Reply