Edduhjarta

IMG_0412Innihald: / hnetusmjör / banani / 100 gr brætt súkkulaði 70% eða 85%

  1. Byrjið á að bræða eina plötu af flottu súkkulaði.
  2. Setjið dágott magn af hnetusmjöri í botninn á formunum.
  3. Setjið bananasneiðar þar ofan á.
  4. Að endingu setjiði brædda súkkulaðið ofan á og inn í frysti.

IMG_0356

Einn daginn þegar ég kom heim úr vinnunni var dóttir mín 12 ára búin að búa til þetta frábæra nammi handa sér. Hún smakkaði þetta hjá vinkonu sinni og fékk uppskriftina hjá henni. Hún var búin að tala lengi um að fá að búa þetta til og þar sem ég gaf mér ekki tíma til að hjálpa henni tók hún sig til og græjaði sjálf með hjálp litlu systur sinnar. Við gerðum þetta svo aftur saman og tókum nokkrar myndir því þetta var svo gott og fallegt að setja í hjartaform.

IMG_0371Myndirnar eru af Hönnu Birnu aðstoðarkonu, 9 ára krúttsprengjan mín.

8 Comments on Edduhjarta

  1. Kim
    3. October, 2014 at 1:31 pm (9 years ago)

    Mikið hlakkar mér til að bua þessar til. Mikið er hún dóttir þin dugleg. Flott hjá henni!! :)

    Reply
  2. Telma Guðlaugsd
    4. October, 2014 at 10:06 am (9 years ago)

    Þetta eru svo endalaust girnilegar uppskriftir hjá þér Valdís, helgarnammið komið :) takk fyrir mig

    Reply
    • Ljómandi
      6. October, 2014 at 9:49 am (9 years ago)

      Takk ljúfan mín :)

      Reply
  3. Ása Dóra
    16. November, 2014 at 10:09 pm (9 years ago)

    Takk fyrir þetta – veistu nokkuð um gott sykurlaust 70-80% súkkulaði?

    Reply
    • Ljómandi
      17. November, 2014 at 10:21 pm (9 years ago)

      Balance súkkulaðið

      Reply
      • Ása Dóra
        17. November, 2014 at 11:36 pm (9 years ago)

        Er ekki maltitol í því? Einhverra hluta vegna er ég ekki hrifin af því – en það mætti vera meðstevíu og/eða erythritol. Og það þarf að vera glúteinlaust – svaka kröfur 😉
        Kannski bara best að gera sitt eigið frá grunni 😉

        Reply
        • Ljómandi
          18. November, 2014 at 12:58 pm (9 years ago)

          Í mörgu sykurlausu súkkulaði er maltitol sem er ekki gott fyrir okkur og okkur ráðlagt að forðast, það er rétt en það er líka spurning hversu mikið við erum að borða mundi ég segja. Sum stevíu súkkulaði innihalda einnig aðra sætu eins og polydextrose þannig að best er að lesa innihaldslýsingar vel og ekki bara utan á umbúðir. En ég læt þig vita ef ég dett niður á eitthvað.

          Reply
          • Ása Dóra
            18. November, 2014 at 1:09 pm (9 years ago)

            Takk fyrir það!

Leave a Reply