DYI – heimagerður vanillusykur

IMG_6533Innihald: 1 1/2 bolli erythritol / 2 vanillustangir

  1. Setjið erythritol í glerkrukku.
  2. Skerið vanillustangirnar í tvennt, langsum.
  3. Skafið vanillubaunirnar innan úr með hnífi og setjið baunirnar saman við erythritol.
  4.  Skerið vanillustangirnar í nokkra bita og setjið í krukkuna.
  5. Hristið vel saman og látið standa í amk. eina viku.
  6. Takið vanillustangirnar upp úr krukkunni og setjið í matvinnsluvél/blandara ásamt helmingnum af erythritol. Mixið saman þar til baunirnar eru alveg saxaðar niður.
  7. Setjið þetta í fallega krukku ásamt restinni af erythritol og hristið. Tilbúið!

Af hverju að gera sinn eigin vanillusykur? Jú þessi vanillusykur er miklu, miklu kaloríuminni og kolvetnasnauðari en sá sem þú kaupir út í búð. 200 g af venjulegum vanillusykri innihalda 770 kaloríur á meðan þessi inniheldur 50 kaloríur. HALLÓ!!! Ég verð að viðurkenna að ég gleymdi minni krukku upp í hillu og þar sat hún í alla vega 3 vikur áður en ég fattaði að klára ferlið. En það kom ekki að sök og úr varð þetta fallega hráefni. Tilvalið í allan bakstur.

Leave a Reply