Mömmukaka

IMG_4463Botn: / 100 g möndlur / 100 g kókosmjöl / 4 msk kakó / 250 g döðlur lagðar í bleyti í ca 15 mín í volgt vatn

Aðferð: setjið allt í matvinnsluvél + þrýstið með fingrum í fallegt mót.

Súkkulaði: / 1 dl kakó / 1 dl kókosolía (fljótandi) / 1/2 dl hlynsíróp (maple syrup) / val: 2-3 dropar piparmyntuolía út í súkkulaðið (Young Living) eða 3 dropar piparmyntu-stevia.

Aðferð: hrært saman + hellt yfir botninn + sett í frysti + tilbúið eftir ca. 1-2 tíma.

Ég hef alltaf notað 1/2 dl af agave sírópi í súkkulaðið en núna notaði ég hlynsíróp í staðinn. Hér getið þið lesið um muninn á hlynsírópi og agave. Svo bætti ég út í þremur dropum af piparmyntu-steviu. Kannski er alveg eins gott að nota bara piparmyntuolíuna og sleppa steviunni. Alveg nóg af sykri hinsegin. Ég prufa það næst. En þessi kaka kom mjög vel út og eiginlega miklu betur með hlynsírópinu.

Ég nota eldfast mót undir þessa köku sem er 18×25 (innri botn). Svo set ég bara filmu :/ yfir og inn í frysti.

Þetta er uppáhaldskakan á heimilinu og við eigum þessa köku mjög oft til í frystinum. Krakkarnir fundu nafnið á hana því ég var alltaf að stelast í frystinn endalaust og þau urðu forvitin hvað ég væri alltaf að ná mér í. Þeim finnst kakan svo góð að þau biðja mig reglulega um að búa hana til. Hún er samt full af sykri (döðlur, agave eða hlynsírópið, kókosmjöl) svo ég hef róast mjög mikið í því að stelast í frystinn :) Ef þið setjið piparmyntudropa út í skúkkulaðið eru þið komin með After Eight bragð!

Já kókosmjöl hagar sér pínu eins og sykur í líkamanum því miður, eins og það er nú dásamlega gott.

Leave a Reply