Innihald: / 2 gulrætur / 2 stk sellerí / 2 græn epli / 1/3 rauðrófa / 1/3 gúrka eða eitthvað grænt eins og spínat / 1/2 sítróna / 1 hvítlauksgeiri / smá engiferbiti
Aðferð: þessi safi er pressaður í safapressu en ef þið eigið ekki svoleiðis þá notiði bara blandarann og síið djúsinn frá hratinu gegnum síupoka (fæst í Ljósinu Langholtsvegi).
RMVJ stendur fyrir Raw Mixed Vegetable Juice og er talinn einn sá næringarríkasti sem þið getið skellt í ykkur. Sumum finnst kannski skrítið að djúsa hvítlauk en hvítlaukur er t.d. ótrúlega sveppa- og bakteríudrepandi. Þessi safi er notaður í The Great Liquid Diet eða GLD sem Dr. Leonard Mehlmauer þróaði í sinni lækningafræði (1). Try it!
Guðný Pálína
11. April, 2014 at 12:12 pm (9 years ago)Ég var að uppgötva þessa síðu og langað bara að hrósa þér fyrir fallega síðu með góðum uppskriftum og upplýsingum. Ég hef sjálf tekið mataræðið mitt mikið í gegn í kjölfar mataróþols, og ég sé að hér er hægt að finna uppskriftir við mitt hæfi
Hlakka til að fylgjast með 
Ljómandi
11. April, 2014 at 12:40 pm (9 years ago)En gaman að heyra, takk innilega fyrir að gefa þér tíma í að senda mér línu og gott ef ég get hjálpað. Gangi þér vel.