Blómkálspopp

.

IMG_4196-2Innihald: 1 lítið blómkálshöfuð / 2 msk ólífuolía / 2-3 msk næringarger / smá salt.

  1. Takið eins mikið blómkál og þið ætlið að borða, segjum 1/2 stórt eða heilt lítið og rífið niður í höndunum í munnbita.
  2. Best er að nota ílát sem hægt er að loka eins og t.d. nestisbox.
  3. Setjið slatta af ólífuolíu, smá salt og ca. 3 msk næringarger yfir.
  4. Lokið boxinu og hristið…. þá eru þið að poppa (það kemur popphljóð án gríns).

Ef ykkur finnst vanta bragð þá bara setja meira næringarger.  Þetta er uppskriftin sem Solla snillingur gerði í þættinum Heilsugengið fyrir Lindu P.  Næringager getur þó farið í magann á sumum svo takið eftir því ef það gerist hjá ykkur og ég þarf að passa mig að borða ekki of mikið af hráu blómkáli út af skjaldkirtlinum.

Leave a Reply