Innihald: 1 banani / 1 dl spínat / 2 dl möndlumjólk / 2 msk kakó / 1 tsk sólblómafræ / 1 tsk kasjúhnetur / 3-4 pecanhentur / 2 tsk akasíuhunang / 1 tsk hörfræolía eða hampolía (omega-3) / 1/2 tsk vanilluduft / smá salt
- Malið sólblómafræin, kasjúhneturnar og pecanhneturnar í kaffikvörn.
- Allt sett í blandarann og nokkrir klakar. Sólblómafræin gefa frá sér sérstakt bragð svo ef krakkarnir eru ekki að fýla þennan prufið þá að sleppa sólblómafræjunum.
Ég klippti þessa uppskrift úr Morgunblaðinu fyrir löngu, löngu síðan og man ekkert frá hverjum hún kemur.