Hinn daglegi græni djús

IMG_4789 Innihald: / 2-3 lúkur spínat eða annað kál / 1/2 sítróna eða lime / 1/2 – 1 grænt epli / 1/3 gúrka / 1-2 sellerístilkar / 2-3 cm engiferrót / 4 dl vatn / val: lúka af myntu eða kóríander.

Aðferð: ég set allt í blandarann og sía svo hratið frá gegnum síupoka sem fæst í Ljósinu Langholtsvegi. Stundum þegar ég hef ekki mikinn tíma set ég allt í blandarakönnuna nema vatnið og geymi inni í ísskáp. Bæti svo vatninu út í um morguninn, sía hratið frá og þá er djúsinn tilbúinn strax fyrir tvo.

Ég hef gert þennan djús á morgnana í mörg ár og ætla að gera hann út lífið. Stundum tek ég pásu en mér finnst alltaf jafngott að byrja daginn á grænum djús og ekki bara mér heldur manninum mínum líka. Þetta er innblástur frá djúsnum hennar Sollu, hinn daglegi græni djús en stundum bæti ég í hann myntu og þá er hann extra góður. Hvar værum við án Sollu segi ég bara :)

EN það er vandlifað og ég má ekki ofnota spínat vegna þess að ég er með vanvirkan skjaldkirtil. Þess vegna er mjög gott að skipta um káltegund reglulega og festast ekki í einni tegund eingöngu heldur reyna að nota sem fjölbreyttast. Það tekur enga stund að útbúa hann þegar þetta er komið í rútínu.

4 Comments on Hinn daglegi græni djús

 1. Stella
  14. April, 2014 at 10:40 pm (10 years ago)

  ég geri þennan núna daglega, ég set alltaf grænkál í stað spínat, æðislegur og frískandi drykkur :)

  Reply
  • Ljómandi
   14. April, 2014 at 10:47 pm (10 years ago)

   Æðislega gaman að heyra. Já það er frábært að byrja daginn á einum svona. Takk fyrir að deila þessu hér.

   Reply
 2. Vala
  4. September, 2014 at 2:01 pm (10 years ago)

  Flottar uppskriftir og glæsileg síða hjá þér. Þessi safi og afbrigði af honum er algjört æði. Af hverju síar þú drykkinn? Ég geri það aldrei, mixa bara mjög vel:)

  Reply
 3. Ljómandi
  4. September, 2014 at 3:14 pm (10 years ago)

  Jaaa ég veit ekki Vala, hef bara vanið mig á það. Auðvitað er betra að fá trefjarnar en ég geri þetta svona. Ætli mig vanti ekki bara öflugri blandara :) En takk fyrir hrósið, svo gott að heyra.

  Reply

Leave a Reply