Glútenlaust gulrótarbrauð

IMG_3727-4Innihald: / 2 rifnar gulrætur / 2 1/2 dl bókhveitimjöl eða möndlumjöl  2 1/2 dl maísmjöl / 1 msk whole psyllium husks2 msk kókosolía / 2 egg / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver fræ /  3 tsk lyftiduft / smá klípa salt / 2 dl möndlumjólk eða hrísmjólk.

  1. Blandið öllum þurrefnum saman og síðan restinni. Maísmjölið er skemmtilega fagurgult á litinn en gæti farið illa í fólk með glútenóþol.
  2. Psyllium husks virkar eins og bindiefni með glútenlausu mjöli, rétt eins og glútenið er bindiefni í hveiti, spelti os.frv. Þess vegna er gott að leyfa deiginu að standa ca. 5 mín áður en það er sett í form til að leyfa huskinu að bindast deiginu.
  3. Mér finnst best að klæða form að innan með bökunarpappír en annars gæti verið gott að smyrja formið að innan með t.d. kókosolíu.
  4. Setiið í miðjan ofninn og bakið í 30-40 mín á 180gr. Brauðið á að fá harða skorpu. Látið kólna smá áður en þið skerið.

Ef þú vilt ekki nota egg geturðu gert svokölluð hörfræ-egg, notað banana og eplamauk.

Glútenlaus bakstur verður aldrei eins og venjulegur bakstur en kroppurinn mun elska hann og þið munuð finna og sjá muninn. Glútenlaus brauð geymast ekkert mjög vel, þau eru best beint úr ofninum. Ekkert að því!

IMG_3692Þessa uppskrift fann ég á dásamlega fallegu heimasíðunni hennar Hönnu Göransson http://www.hurbrasomhelst.se

 

Leave a Reply