Innihald: / 2 eggjarauður / 1 egg / 1 msk ferskur sítrónusafi /
1 tsk Djion sinnep
/ 1/2 tsk salt
/ 1/2 tsk karrí / smá hvítur pipar /
1 dl kaldpressuð lífræn ólífuolía
- Setjið eggjarauður, egg, sítrónusafa, sinnep og krydd í blandara og blandið saman þangað til það verður kremkennt.
- Olíunni er hellt út í mjög rólega meðan blandarinn gengur rólega. Smakkið til.
Notið til að búa til avocadomajónes sem er frábærlega góð þyngri sósa með eins og hamborgara og þannig mat.