Grænt te

IMG_1778_2-2

Japanir hafa í gegnum tíðina verið uppteknir af því að rannsaka grænt te og hvaða áhrif það getur haft á heilsu manna. Ýmis konar rannsóknir sem þeir hafa staðið fyrir og birtar hafa verið hér og þar í heilsutímaritum og á vefsíðum benda eindregið til þess að grænt te hafi jákvæð áhrif á heilsuna og auki lífslíkur. Hér er að finna nokkrar ástæður til að skipta út alla vega einum og einum kaffibolla fyrir grænt te.

  • Grænt te inniheldur ýmis lífræn efnasambönd sem geta bætt heilsuna og skila sér beint í bollann.
  • Grænt te eykur brennslu og hjálpar þeim sem eru að reyna að létta sig eða eru að berjast við offitu. Rannsóknir hafa sýnt að neysla á grænu tei leiðir til þess að líkamsfita minnkar, sérstaklega kviðfita.
  • Grænt te eykur fitubrennslu og dregur úr líkum á offitu.
  • í grænu tei er koffein sem er þekkt fyrir að vera örvandi. Það er hins vegar ekki eins mikið af koffeini í grænu tei eins og í kaffi og því lítil hætta á því að hófleg tedrykkja kalli fram neikvæð áhrif af of miklu koffeini.
  • Í grænu tei er hins vegar einnig að finna amínósýru sem kölluð er L-thenine og hafa rannsóknir hafa leitt í ljós að koffein og L-thianine hafa góð samverkandi áhrif á heilastarfsemina. Margir telja sig finna vel fyrir þessum jákvæðu áhrifum sem þessi efni eru talin hafa á úthald og einbeitingu.
  • Grænt te getur örvað starfsemi heilans eða eins og sagt er: Green tea makes you smarter!

 

IMG_1805_2

  • Grænt te inniheldur mikið af andoxunarefnum sem kallast polyphenols (fenólar). Þessi efni geta verndað frumur og sameindir líkamans gegn skemmdum og einnig er talið að náttúruleg andoxunarefni geti hægt á öldrun og minnkað líkurnar á mörgum sjúkdómum. Eitt mikilvægasta andoxunarefnið í grænu tei er Epigallocatechin Gallate (EGCG) og er líklega það efni sem er helsta ástæðan fyrir því af hverju grænt te er gott fyrir heilsuna. Í grænu tei er einnig að finna ýmis konar steinefni eins og mangan sem eru góð fyrir heilsuna.
  • Grænt te getur dregið úr líkum á hjarta-og æðasjúkdómum. Meðal helstu áhættuþátta eru kólesteról, LDL kólesteról og þríglýseríð. Andoxunarefnin í grænu tei geta komið í veg fyrir oxun LDL kólesterólagna, sem er eitt af því sem á sér stað í líkamanum þegar hjartasjúkdómar eru að þróast. Rannsóknir sýna að þeir sem drekka grænt te minnka líkurnar á því að fá þessa sjúkdóma.
  • Í grænu tei er að finna andoxunarefnið Catechin sem hefur margvísleg áhrif á heilsuna. Sumar rannsóknir sýna að þessi efni geta dregið úr bakteríusýkingum og þ.á m. úr strepptókokkasýkingum, sem geta verið sérstakleglega skaðlegar í munni og valdið tannholdsbólgum og tannskemmdum. Sumir segja að þetta sé m.a. ástæðan fyrir því að þeir sem drekki grænt te finni ekki fyrir andremmu og geti því brosað breiðar.
  • Andoxunarefnið catechins getur einnig dregið úr frásogi járns úr fæðu og þá er betra að drekka te milli mála en ekki með mat. Catechins er einnig talið geta dregið úr virkni skjaldkirtilsins og leitt til stækkunar á honum en það kom fram í rannsókn frá “Human and Experimeltal Toxicology” árið 2011 sem gerð var á rottum (2).

 

IMG_1746_2

Það eru fáir drykkur jafnhollir og Grænt te en það er stútfullt af andoxunarefnum og næringarefnum sem hafa góð áhrif á líkamsstarfsemina.

Ég hef aldrei drukkið mikið kaffi og ég held ég hafi ekki smakkað kaffi fyrr en eftir 25 ára aldurinn og mér fannst það vont. Kaffikannan á heimilinu er inni í geymslu og fær að koma í eldhúsið þegar eitthvað merkilegt stendur til. Í dag finnst mér kaffi bara ágætt en ég drekk það spari því það virkar frekar furðulega á mig. Ég hef reynt að drekka jurtate dagsdaglega undanfarin ár. Ég er t.d. hrifin af brenninetlutei en brenninetla er ein næringarmesta jurt jarðar, er góð fyrir æðarkerfið, nýrnastarfsemina, hár og neglur. Hún er góð fyrir blóðsykurinn og gefur orku. Það er kannski ekkert það bragðbesta sem þú drekkur en áhrifin eru frábær.

Mig langar svo að segja ykkur frá litlu, íslensku fyrirtæki sem framleiðir lífrænt vottuð te, jurtate, svört te og græn te og notar íslenskar og erlendar jurtir. Það heitir Arctic Mood. Þau eru komin með nokkrar tegundir af tei á markað sem heita skemmtilegum nöfnum eins og Hress Fress, Slakaðu á, Sælkerasopi, Skvísan og Grái Jarlinn. Nýjasta nýtt frá þeim er Happ og Hí og er þróað í samvinnu við Lukku á Happi, grænt te sem er bleikt á litinn því það lumar á leynivopni sem er upprunið á eldfjallaeyju í Kyrrahafinu eða Hawairós.

IMG_1742_2

Hawaiirós eða Hibiscus er görótt planta, sem hefur verið þekkt sem lækningajurt í áraraðir. Í Hibiscustei eru notuð þurrkuð bikarblöð Hawaiirósarinnar. Bikarblöðin eru þekkt fyrir að vera stútfull af andoxunarefnum sem duga vel í baráttunni við ýmsa sjúkdóma. Hibiscusplantan er einnig notadrjúg í baráttunni við of háan blóðþrýsting. Rannsóknir sýna að 2-3 bollar af góðu hibiscusblómatei á dag jafnar blóðþrýsting og góð fyrir þá sem vilja halda blóðþrýstingnum niðri. Hawaiirós er líka í Skvísuteinu þeirra.

Flestar teblöndurnar frá Arctic Mood innihalda íslensk fjallagrös sem eru nærandi, mýkjandi og örvandi fyrir öndunarfæri og meltingarveg. Þau innihalda andoxunarefni og vinna t.d. gegn sýkingu.

IMG_1813_2

En það er vandlifað og þeir sem eru með vanvirkan skjaldkirtil ættu helst að forðast að drekka grænt te. Furðulegt að eitthvað svo bráðhollt og frábært geti ekki verið gott fyrir alla sem sannar að við erum öll einstök og bregðumst mismunandi við mat. Það sem einum er hollt getur verið annars manns eitur og mörg matvæli og fæðubótarefni eru meinholl, en bara ekki fyrir alla. Þó eru skiptar skoðanir um hvort fólk með vanvirkni eigi að forðast grænt te algjörlega eða hvort í lagi sé að drekka einn bolla á dag en ég alla vega uppgötvaði mun hjá sjálfri mér eftir að hafa drukkið einn bolla á dag af grænu te-i í nokkrar vikur. Fyrst varð ég orkumeiri en síðan varð ég mjög þreytt. Samkvæmt rannsókn sem birt var í ágústblaði “Human and Experimental Toxicology”  kom fram að grænt te olli talsverðri lækkun á T3 og T4 skjaldkirtilshormónunum en það leiðir til aukinnar framleiðslu á TSH sem örvar skjaldkirtilinn. Svo virðist sem laufin í svörtu og grænu te-i gleypi mikið magn af flúori úr jarðvegi og lofti og þegar það losnar í líkamanum getur það hindrað upptöku joðs út fæðunni og þar með virkni skjaldkirtilsins en joð er einmitt nauðsynlegt þeim sem eru með vanvirkni (123). En þess má geta að flúormagnið er talið það lítið að það ætti ekki að hafa áhrif en þetta er bara ágætt að vita.

Grænt te er ekkert annað en bráðhollt fyrir fólk við hestaheilsu og ef þú ert ekki með sjálfsónæmissjúkdóma þá er skynsamlegt fyrir þig að drekka grænt te reglulega. Hypothyroidism eða vanvirkur skjaldkirtill er gríðarlega algengt vandamál og svo virðist sem það sé betra fyrir fólk með skjaldkirtilssjúkdóma að drekka nærandi jurtate og sleppa grænu te-i eða alla vega að drekka það í hófi. Uppáhalds te-ið mitt frá Arctic Mood er Slakaðu á en það inniheldur kryddbaldursbrá, myntu, lofnarblóm og fjallagrös. Kaffið fær að vera með endrum og sinnum.

Heimildir: AuthorityNutrition.com/heilsutorg.is/hjartalif.is/precisionnutrition.com/http://www.livestrong.com/www.lowthyroiddiet.com/www.mindbodygreen.com

 

 

Ljomandi-bordi4

2 Comments on Grænt te

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply