Skjaldkirtillinn

neck-thyroid-2Fyrir mörgum árum greindist ég með vanvirkan skjaldkirtil. Ég fór strax á lyf og hef tekið þau samviskusamlega síðan. Ég hefði alveg viljað prófa aðrar lausnir áður en ég fór að taka inn lyf en ég var bara ekkert að spá í svoleiðis hluti þá og treysti mínum lækni að sjálfsögðu. Það er mjög erfitt þolinmæðisverk að hætta að taka inn lyf við vanvirkum skjaldkirtli og þegar maður er búinn að vera á þeim svona lengi eins og ég (+10 ár) þá er það nánast ógerlegt (1). En það er margt hægt að gera til að hjálpa skjaldkirtlinum að vinna sína vinnu vel hvort sem maður er að taka lyf eða ekki og eitt af því er að velja vel hvað við látum ofan í okkur.

Skjaldkirtillinn stjórnar efnaskiptum líkamans, hitastigi, orkuframleiðslu, kolvetna- og fituefnaskiptum. Hann fær örvun frá heiladingli (TSH) um að framleiða hormónin T4 og T3. Meirihluti T4 umbreytist í T3 í lifrinni þannig að eðlileg starfsemi hennar er mjög mikilvæg. Lifrin geymir járnbúskap líkamans og ég læt alltaf mæla járn þegar ég fer í blóðprufur sem ég geri reglulega til að fylgjast með skjaldkirtlinum. Það er líka gott að láta mæla B-12 í leiðinni. Nauðsynlegt er að nýrnahetturnar starfi eðlilega og í kínverskum lækningum tengist skjaldkirtillinn nýrum.

Helstu einkenni vanvirks skjaldkirtils eru þreyta, orkuleysi, kuldatilfinning, kaldar hendur og fætur, skapsveiflur, pirringur, þurr húð, hárlos, hæg líkamsstarfsemi eins og blóðflæði og svefnleysi svo eitthvað sé nefnt (1).

Fleiri konur þjáist af vanvirkum skjaldkirtli en karlar. Auk erfða eru algengar orsakir joðskortur, truflun á starfsemi heiladinguls og skjaldkirtils, umhverfis- og loftmengun og fleira (1).

Árið 2007 ákvað ég að fara í Heilsumeistaraskólann og tók nokkra kúrsa þar. Þar kynntist ég alls konar óhefðbundnum aðferðum og prufaði alls konar mataræði. Þó svo ég væri að taka lyfin var ég alltaf mjög þurr á fótleggjunum en þarna fór ég að taka inn olíur í miklu meira magni en ég hafði áður gert og húðin snarlagaðist. Þarna kynntist ég líka alls kyns jurtum og notkun þeirra og nú tek ég jurtakúra öðru hvoru til að örva lifrina, nýrun og æðakerfið.

En hvaða mat á að borða og ekki borða?

Það er til hafsjór af greinum á netinu um þennan sjúkdóm og af nægu að taka en hér ætla ég að segja frá því sem hefur reynst mér best að nota og forðast.

Mataræði okkar þarf að innihalda fullt af sinki, selen og joði til að framleiða ensím sem umbreyta T4 í T3. Sínk finnst t.d. í lambakjöti, eggjum, hnetum og fræjum og sjávarfangi. Selen vinnur með E-vítamíni og finnst t.d. í tómötum, brokkolíi, hveitikími og klíði, kjúklingi, þara, hvítlauk og ýmsu grænmeti. Brasilíuhnetur eru pakkaðar af selen og bara 3 á dag geta gefið þér ráðlagðan dagskammt (1). Joð finnst mest í sjávargróðri eins og sölum, fiski þá helst laxi og eggjum. T.d. er hægt að nota kombu-þara í súpur eða sjóða það með baunum til að draga úr loftmyndandi áhrifum þeirra (2).

Í sumum fæðutegundum er efni sem kallast goitrogen sem hindrar upptöku joðs og þar með virkni skjaldkirtilsins. Þessi matvæli eru spínat, rósakál, hvítkál, blómkál, brokkolí, grænkál, hnúðkál, ferskjur, perur, jarðarber, sinnepslauf, ýmsar hnetur, radísur og soja. Á einum stað segir að ef þú ert að borða meira en fjóra bolla á viku af þessum fæðutegundum hráum þá hefur það líklega áhrif á skjaldkirtilinn. En goitrogen eyðast að mestu við eldun og þess vegna er í lagi að borða þetta eldað (1). Sumar grænmetistegundir eru þyngri í maga en aðrar og fyrir þá sem eru með lélega meltingu og lágar magasýrur gæti líka verið betra að elda þessi matvæli. Alla vega þá styður þetta það sem kom út úr mælingu hjá mér hjá Matthildi Þorláksdóttur en ég veit ekkert hvort það var út af lélegri meltingu eða skjaldkirtlinum. Hún sagði mér að það væri betra fyrir mig að elda þessar fæðutegundir frekar en að borða hráar. Áður en ég fræddist um þetta var ég að mínu mati að ofnota spínat og jarðarber án þess að gera mér grein fyrir því, því bæði á að vera svo hollt. Að sjálfsögðu eru spínat og jarðarber holl og allt grænmeti hefur lækningamátt en það er engin lýgi að ég finn mun á mér eftir að ég dró verulega úr neyslunni. Ég ætla samt ekkert að hætta að nota þessar fæðutegundir heldur vera meira vakandi hversu mikið ég nota og hvernig mér líður af þeim. Hér er mjög góður listi yfir nokkrar fæðutegundir sem hafa áhrif á skjaldkirtilinn.

Erfðabreytt og ógerjað soja og afurðir úr soja eru í ótrúlega mörgum matvælum og geta haft slæm áhrif á skjaldkirtilinn. Ógerjaðar sojavörur eru t.d. sojamjólk og tofu en gerjaðar, lífrænar sojavörur eru t.d. miso, tempeh og natto. Ég borða stundum misosúpu en hitt hef ég ekki smakkað. Ég nota t.d. ekki sojasósu heldur tamarisósu í staðinn því hún er óerfðabreytt og búin til úr miso (gerjuðum sojabaunum).

OG sykur er eitur fyrir þá sem eru með vanvirkan skjaldkirtil: “Sugar leads to binding of the thyroid hormone making it unavailable to the body (hypothyroidism results)” (2).

Stundum tek ég inn Ashwaganda en það er ayurvedísk jurt sem hjálpar til gegn streitu með því að draga úr kortisólsmagni en ójafnvægi kortisóls í nýrnahettunum hefur áhrif á myndun TSH og þá einnig T4 og T3. Mjög andoxunarrík. Astaxanthin er líka frábær andoxari.

Ég reyni að muna eftir að fá mér brenninettlute og kamillute og ég nota mikið engifer, hvítlauk, turmeric og kókosolíu við eldamennskuna.

Þungmálmar leynast allsstaðar í umhverfinu, gera frumunum erfitt fyrir og það er erfitt að eyða þeim úr líkamanum. Þungmálmar geta komið úr álpottum, ílátum úr áli, álpappír, svitalyktaeyði, málningu og úr bensíngufum (þegar þú dælir á bílinn). Aðrir þungmálmar eru t.d. blý, nikkel og kopar. Til að hjálpa til tek ég stundum inn Chlorella eða grænt duft sem inniheldur chlorella, fer reglulega í ræktina, gufu, sund og jóga. Úthreinsun málma eykur efnaskipti frumanna og minnkar álag á nýru, lifur og úthreinsunarlíffæri eins og húðina. Ég fer líka oft í Epsom saltbað og bý það til sjálf úr epsom salti, sjávarsalti og ilmkjarnaolíum. Epsom salt inniheldur magnesíum og róar því taugakerfið, er vöðvaslakandi, bólgueyðandi og hreinsar sogæðakerfið. Það dregur líka úr mjólkursýru eftir erfiða æfingu og stundum þegar krakkarnir mínir kvarta eftir erfiðar æfingar hjá þeim set ég salt í baðið þeirra og þau elska það. Sjávarsaltið inniheldur steinefni sem ganga inn í húðina og næra líkamann. Að fara í Epsom saltbað er snilld eftir flug fyrir flugfólk:O)

Ég nota mikið hreinar ilmkjarnaolíur og kaupi þær helst frá Young Living. Kraftur þeirra er stórmerkilegur og ég á nokkrar uppáhalds. Thieves er ft.d. lensuolía og virkar á allt, peppermint er frábær við kvefi og krakkarnir mínir elska Peace and Calming fyrir svefninn. Það er líka til olía sérstaklega fyrir innkirtlastarfsemina og heitir Endoflex. Hér getur þú lesið meira um ilmkjarnaolíur.

Að fara á hugleiðslunámskeið er frábært fyrir fólk með skjaldkirtlisvandamál því skjaldkirtillinn er í hálsstöðinni og í hugleiðslunni er unnið með orkustöðvarnar. Ég hef ekki mikið stundað hugleiðslu en fór á námskeið hjá Hugarfrelsi sem ég mæli eindregið með. Hugarfrelsi er líka með hugleiðslunámskeið fyrir börn.

Mig langar aðeins að minnast á rafmagn og rafbylgjur. Ég er þeirrar skoðunar að öll þessi rafmagnstæki dragi úr orkunni okkar og geri okkur þreytt. Við erum endalaust í tölvunni og með símann í hendinni. En það er ekki bara það heldur líka þessi venjulegu rafmagnstæki sem við erum alveg hætt að spá í en eru alltaf í sambandi. Fyrir nokkrum árum fékk ég þá hugmynd að láta rafsviðsmæla heima hjá mér. Ástæðan fyrir því að ég fékk svona mælingu heim var að maðurinn minn vaknaði alla morgna úrvinda og ég hafði heyrt af svona mælingu og ákvað að það gæti ekki skaðað að prófa. Í mælingunni kom í ljós að akkúrat þar sem hann svaf í rúminu sköruðust einhverjar línur (mynduðu kross) sem ég kann ekki að útskýra. Út um allt eru nefnilega einhver jarðfræðileg streitusvið sem hafa áhrif á heilsu manna. Þetta var fixað og 2-3 dögum seinna nefndi hann við mig að hann finndi mun á sér sem er ótrúlegt því hann trúir ekki á neitt svona. Ég ætti líka alveg erfitt með að trúa á eitthvað svona en ég geri það nú því ég sá sjálf breytinguna. Sonur vinkonu minnar sem benti mér á að láta mæla hjá okkur var komin með lítinn skallablett aðeins 19 ára. Hann svaf einnig á svona krossi. Mánuði eftir mælinguna var skallinn horfinn. Núna tek ég allt úr sambandi ef ég er ekki að nota það eins og brauðristina, blandarann og fleiri heimilistæki. Það að vakna við klukkuna í farsímanum er búið og hann geymdur lengst frammi í eldhúsi í hleðslu sem fjærst svefnherberginu. Ég henti rafmagnsklukkunni, keypti batteríisklukku og henti líka náttlömpunum með halogenperunum. Ég á enn pínu erfitt með að muna eftir að slökkva á routernum.

Ég vona innilega hvort sem þú ert með heilbirgðan skjaldkirtil eða vanvirkan að þú hafir fundið eitthvað nýtt hér sem mun hjálpa þér að líða ljómandi vel.

xoxo Valdís.

27 Comments on Skjaldkirtillinn

  1. Harpa Hildiberg
    14. April, 2014 at 12:48 pm (10 years ago)

    Frábært fróðleikur fyrir okkur skjaldkirtilssjúklinga, kærar þakkir fyrir þetta Valdís :)

    Reply
    • Ljómandi
      14. April, 2014 at 1:22 pm (10 years ago)

      Takk innilega 😉

      Reply
    • Sonja
      7. January, 2015 at 12:45 am (10 years ago)

      Takk fyrir frábært að lesa þetta

      Reply
    • Sonja
      7. January, 2015 at 12:46 am (10 years ago)

      Hvað kostar baðsaltið hjá þér

      Reply
      • Ljómandi
        7. January, 2015 at 1:27 pm (10 years ago)

        Það er bara misjafnt, sendu mér skilaboð á facebook.

        Reply
  2. Margrét
    14. April, 2014 at 3:37 pm (10 years ago)

    Hjartans þakkir fyrir frábæran pistil – tók niður glósur úr honum og hlakka til að líða betur! :)

    Reply
    • Ljómandi
      14. April, 2014 at 6:05 pm (10 years ago)

      Frábært að heyra. 😉

      Reply
  3. Anna Bryde
    15. April, 2014 at 10:57 am (10 years ago)

    Takk fyrir flottan pistil Valdís.
    Þú ert snillingur :)

    Reply
    • Ljómandi
      7. January, 2015 at 1:23 pm (10 years ago)

      Takk innilega

      Reply
  4. Eva
    15. April, 2014 at 6:54 pm (10 years ago)

    Frábær pistill!
    Mjög gott að rifja upp og fá nýja punkta til að breyta og bæta 😉

    Reply
    • Ljómandi
      15. April, 2014 at 10:34 pm (10 years ago)

      Takk innilega :)

      Reply
  5. Sigrún
    15. April, 2014 at 7:14 pm (10 years ago)

    Frábært hjá þér og hjartans þakkir fyrir þetta :)

    Reply
    • Ljómandi
      15. April, 2014 at 10:34 pm (10 years ago)

      Takk takk :)

      Reply
  6. Bjarki
    20. April, 2014 at 10:44 am (10 years ago)

    til hamingju með síðuna Valdís – mjög skemmtileg
    alveg sammála þér með rafsegulbylgjurnar – stórvarasamt!

    Reply
    • Ljómandi
      20. April, 2014 at 1:18 pm (10 years ago)

      Takk kærlega Bjarki :)

      Reply
  7. Name*
    18. May, 2014 at 2:04 pm (10 years ago)

    Ég tók eftir að þú ert að fara í blóðprufu á 3-6 mánaða fresti. Ég er búin að vera með þetta “vandamál” í ca. 10 ár og það var bara rétt fyrst sem ég fór svona oft í mælingu. Eftir að réttur lyfjaskamtur var fundinn hef ég farið á ca. 12-18 mánaða fresti og það hefur dugað

    Reply
  8. Ljómandi
    19. May, 2014 at 10:39 am (10 years ago)

    Sæl og takk fyrir ábendinguna. Ég er sammála þér að þegar rétti skammturinn er fundinn þarf ekki að fara svona ört í blóðprufu og um tíma fór ég kannski einu sinni á ári þegar ég var yngri. Þetta er samt svo einstaklingsbundið og undanfarið hef ég verið að fara svona ört því einhverra hluta vegna hef ég ekki verið að fá nóg hormón þrátt fyrir að taka inn minn reglulega skammt. Þá finnst mér betra að fara oftar en sjaldnar til að láta fylgjast með. Ætli það sé samt ekki nær að ég fari oftast á 6 mánaða fresti en það hefur samt oft komið fyrir gegnum árin að ég hafi þurft að fara oftar í einhvern smá tíma til að finna út réttan skammt.

    Reply
  9. Sigrún Einarsdóttir
    10. July, 2014 at 1:03 pm (10 years ago)

    Takk innilega
    Mjög skilmerkilegt og alveg frábær fróðleikur

    Reply
    • Ljómandi
      10. July, 2014 at 2:20 pm (10 years ago)

      Kærar þakkir Sigrún

      Reply
  10. Þórhildur Garðarsdóttir
    10. October, 2014 at 2:29 pm (10 years ago)

    Veistu hvort að möndlur hafi áhrif á skjaldkirtilinn og þá til hins verra?

    Reply
    • Ljómandi
      10. October, 2014 at 7:42 pm (10 years ago)

      Ég hef ekki rekist á það.

      Reply
  11. Guðrún Þorgerður
    7. January, 2015 at 9:44 am (10 years ago)

    Takk fyrir góðan pistil.
    Hvar lætur maður mæla rafsegulsvið og hvað kostar slík mæling?

    Reply
    • Ljómandi
      7. January, 2015 at 1:26 pm (10 years ago)

      Ég veit ekki hver gerir það í dag, ég lét gera það fyrir nokkrum árum. Það var frekar dýrt á sínum tíma og eflaust enn dýrara í dag. Þú gætir athugað á bryndis.is en ég hef ekki prófað að hafa samband við hana.

      Reply
  12. palina sif gunnarsdottir
    7. January, 2015 at 10:20 pm (10 years ago)

    Sæl flott grein hjá þér, er búin að vera á lyfjum í ca 16 ár. en hef lítið spáð í þessa hluti bara tekið lyfin mín en á stundum verið kærulaus. ert þú að selja epson salt ? langar mikið til að prófa. kv pálina

    Reply
    • Ljómandi
      7. January, 2015 at 11:08 pm (10 years ago)

      Takk innilega fyrir það, hafðu bara samband við mig á maili eða facebook og ég græja svona fyrir þig.

      Reply
  13. Ágústa
    18. March, 2015 at 10:45 am (10 years ago)

    Sæl, ert þú að selja saltið í baðið? :) langar í svona salt

    Reply

Leave a reply to Sigrún Cancel reply