Hneturnar hans Davíðs

IMG_5771Ég elska hnetur og á þær alltaf til að grípa í. Þær eru fullar af próteinum og fitu.

Í frábæru bókinni hans Davíðs Kristinssonar 30 dagar leið til betra lífs sá ég einstakt ráð varðandi hnetur.

Ég lagði einn stóran poka af valhnetum og einn af pecanhnetum í bleyti í 2-6 klst. með salti út í (4 bollar hnetur – 2 msk himalayasalt). Síðan dreifði ég þeim á bökunarplötu, stráði smá salti yfir, stillti ofninn á 60 gráður og þurrkaði hneturnar yfir nótt (amk. 12 tíma). Setti svo í glerkrukku þegar þær höfðu kólnað og inn í ísskáp. Svona meltast hneturnar miklu betur sérstaklega ef meltingin er léleg.

Frábært ráð finnst mér og hneturnar bragðast sjúklega vel. Takk fyrir þetta Davíð!

Leave a Reply