Uppáhalds pizzan okkar

IMG_7203Innihald: / 5 dl spelti eða heilhveiti / 1 1/2 dl fjölkornablanda frá LÍF eða einhver önnur fræ / 1 1/2 dl gróft haframjöl / 2 msk oregano / 1/2 tsk sjávarsalt / 2 msk vínsteinslyftiduft / 2 1/2  dl volgt vatn / 8 msk ólífuolía

  1. Blandið þurrefnunum saman, hellið vatni og olíu út í og bætið auka mjöli út í ef þarf.
  2. Hnoðið saman og skiptið upp í hluta eða búið til stóra botna.
  3. Ef þið viðjið bara setja ferskt hráefni ofaná pizzuna eins og græna sósu, sólþurrkaða tómata, ferskt grænmeti, ferskan parmesan, hráskinku þá bakiði botnana í ca. 10-15 mín við 200gr og setjið svo ferska hráefnið ofnaá. Hér er t.d. ég með rauðrófumaukið góða.
  4. Ef þið viljið gera venjulega pizzu, þ.e. með pizzasósu, skinku, pepperoni, osti og ananas sem þarf að fara aftur inn í ofn þá bakið þið botninn í ca. 5 mín. Setjið svo aftur inn í ofn með öllu gúmmelaðinu á þar til osturinn er bráðinn og pizzan tilbúin.
  5. Hér er nauðsynlegt að sulla vel af hvítlauksolíu ofan á.

Þegar ég geri pizzu geri ég eiginlega alltaf þessa botna og krakkarnir biðja um holla pizzu í hverri viku. Þau hreinlega elska þennan rétt en þeirra pizza er ennþá svona þessi týpíska með áleggi, osti og ananas. Ég er bara glöð að þau vilji þennan botn en ekki tilbúinn hveitibotn. Eldri stelpan mín er reyndar dugleg og prófar alltaf hollari útgáfuna sem er frábært.

Uppskriftin af botninum kemur úr bókinni Happ Happ Húrra.

5 Comments on Uppáhalds pizzan okkar

  1. Guðrun
    23. September, 2014 at 6:37 pm (10 years ago)

    Sæl. Ég àtti í stökustu vandræðum með að koma þessu saman i botn, bætti þó við vatni. Kannski útaf fræjunum sem eg notaði? Ein tegundin var sólblómafræ sem eru kannski of stór í þetta.

    Reply
    • Ljómandi
      24. September, 2014 at 1:19 pm (10 years ago)

      Ja gæti verið. Ég skipti deiginu alltaf upp og geri svo nokkra botna eða einn fyrir hvern fjölskyldumeðlim og svo kannski nokkra auka eftir því hvað deigið leyfir. En núna er ég farin að gera eins og ég geri við hrökkbrauðið þ.e. að setja hluta í ofnskúffu og fletja það út með því að leggja bökunarpappír ofaná deigið og búa þannig til eina stóra. Þú gætir kannski prófað það.

      Reply
  2. Guðrun E Sigmars
    24. September, 2014 at 2:44 pm (10 years ago)

    Botninn varð dàlitið þykkur en mjög bragðgoður að mínu mati þó svo að dæturnar hafi ekki verið mer sammála :) ætla prófa aftur… Og aftur :)

    Reply
    • Ljómandi
      25. September, 2014 at 1:10 pm (10 years ago)

      Haha já það tekur smá stund að venja þau af hveitibotninum. Leyfðu þeim að ráða hvað þær setja ofan á pizzuna og sullaðu svo bara nóg af flottri hvítlauksolíu yfir.

      Reply
  3. Guðrun E
    26. September, 2014 at 3:36 pm (10 years ago)

    :) Já, við höfum verið með spelt botna í sennilega 2 ár eða meira en engin fræ í þeim :) svo nú er að prófa aftur þennan botn og hafa hann þynnri og kannski minka magnið af fræjunum. Takk takk.

    Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply