Um mig

Valdis_um_mig_samsettHeil og sæl og velkomin á heilsumatarbloggið mitt.

Ég heiti Valdís Sigurgeirsdóttir, er gift Birni Jakobssyni og við eigum þrjú börn, Eddu Berglindi (f.2002) og tvíburana Hönnu Birnu og Bjarka Viðar (f.2005). Ég starfa sem flugfreyja hjá Icelandair og hef gert í 15 ár. Ég hef lengi haft mikinn áhuga á heilsu og heilsusamlegum mat. Ég hef t.d. stundað nám við Heilsumeistaraskólann. Ég ákvað núna í byrjun árs 2014 að prófa að minnka til muna sykur- og glútenmagn í matnum sem ég borða og vonandi fjölskyldu minnar í leiðinni. Þar af leiðandi verður áherslan hér lögð á hollar og góðar uppskriftir sem innihalda lítið af sykri, glúteni og einnig mjólkurvöru.

Ég þarf einhvern stað til að halda utan um allt það nýja sem ég rekst á en ég mun þó einnig setja inn gamlar og góðar uppskriftir sem ég hef safnað að mér í gegnum tíðina og hef notað talsvert. Ég vill taka fram að ég er á engan hátt sérfræðingur í matargerð svo flestar uppskriftirnar sem ég set hér inn eru úr matreiðslubókum, tímaritum, frá vinum og frá öðrum matarbloggum. Sumar uppskriftirnar hef ég þróað að mínum smekk en flestar hugmyndirnar koma frá öðrum. Ég set þó inn eingöngu uppskriftir sem ég nota og finnst góðar. Hér gefst mér líka tækifæri til að nota myndavélina mína á annan hátt en áður en ljósmyndun er algjört áhugahobbý og hef ég ekkert lært á því sviði.

Ef þú vilt hafa samband við mig er netfangið mitt: valdis@ljomandi.is

Ég vona að ykkur líki ljómandi vel.

Bestu kveðjur, Valdís.

Fjolsk

12 Comments on Um mig

  1. Sólveig Þórarinsdóttir
    29. March, 2014 at 3:41 pm (10 years ago)

    Elsku frænka, hjartanlegar hamingjuóskir með fallegu síðuna þína. Hún er eins og þú björt, falleg og stútfull af fróðleik sem ég hlakka til að nýta og deila. Það er gjöf að gefa af sér og það mun skila sér margfalt til baka :)
    Hlýjar, Sólveig

    Reply
  2. Ljómandi
    18. April, 2014 at 11:48 pm (10 years ago)

    Takk elsku frænka mín 😉

    Reply
    • Ljómandi
      20. May, 2014 at 9:11 am (10 years ago)

      Takk kærlega Jónína.

      Reply
  3. Jana
    3. June, 2014 at 6:53 pm (10 years ago)

    Svo frábær síðan þín elsku Valdís mín….. til hamingju með hana

    Reply
    • Ljómandi
      3. June, 2014 at 9:43 pm (10 years ago)

      Takk elsku Jana mín og takk fyrir alla hjálpina og innblásturinn sem þú gefur mér.

      Reply
  4. Helga Ósk
    5. July, 2014 at 2:39 pm (10 years ago)

    Elsku Valdís, takk fyrir þessa frábæru síðu! Við fjölskyldan erum að reyna vera hollari og hefur síðan hjálpað mikið til, svo einföld, falleg & full af fróðleik..xoxo Helga Ósk og co..

    Reply
    • Ljómandi
      19. February, 2015 at 10:15 am (9 years ago)

      Takk Helga mín

      Reply
  5. Ísey
    1. October, 2014 at 1:58 pm (9 years ago)

    Þú ert snillingur, avocado nammið er það fyrsta sem ég ætla að gera. En gaman til hamingju með þetta.

    Reply
    • Ljómandi
      19. February, 2015 at 10:15 am (9 years ago)

      Takk innilega

      Reply
    • Ljómandi
      19. February, 2015 at 10:16 am (9 years ago)

      Takk kærlega fyrir

      Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply