Holla gulrótarkakan góða

IMG_6837-2Innihald: / 200 g möndlumjöl / 3 msk kókoshveiti / 3/4 tsk matarsódi / 1 tsk vínsteinslyftiduft / 2 tsk kanill / 1 tsk engifer / 1/2 tsk múskat / smá salt / 3 egg / 1/2 bolli (110 g) kókosolía (fljótandi) / 1/2 bolli (140 g) hlynsíróp / 4 tsk vanilla extract / 100 g rifnar gulrætur.

 1. Stillið ofninn á 175 gr.
 2. Smyrjið  23 cm form að innan og setið bökunarpappír í botninn.
 3. Blandið þurrefnunum saman og geymið í skál.
 4. Blandið saman eggjum, kókosolíu, hlynsírópi og vanillu í hrærivél.
 5. Hellið síðan þurrefnunum út í og bætið rifnu gulrótunum varlega út í.
 6. Bakið í ca. 20 mínútur eða þar til tannstöngull kemur hreinn úr ef þið stingið í miðju kökunnar.
 7. Látið kólna alveg áður en þið setjið kremið á.

Krem: / 150 g rjómaostur / 50 g ósaltað smjör (við stofuhita) / 70 g sukrin melis eða flórsykur / 1 tsk vanillusykur (helst heimagerður) eða 1/2 tsk vanillu extract / 1 tsk sítrónusafi.

 1. Setjið allt í hrærivél og hrærið vel saman. Ef ykkur finnst kremið of þykkt er hægt að bæta einni teskeið af mjólk út í.

Hönnu Birnu minni (9 ára) finnst súkkulaðibragð ekki gott svo hún biður mig stundum að gera gulrótarköku. Ég fór því að leita að eins hollri og góðri gulrótarköku og ég gat og ég held ég hafi fundið hana. Ef þið skoðið innihaldið þá sjáið þið að þessi dásemdar kaka er ekkert nema meinholl. Nema þið klárið sjálf alein alla kökuna :)IMG_6709Þessi uppskrift er frá http://www.texanerin.com

3 Comments on Holla gulrótarkakan góða

 1. Erin @ Texanerin Baking
  5. June, 2014 at 5:36 pm (10 years ago)

  You have a great blog and beautiful pictures. :)

  I came across this post in my stats and was interested because of the .is address. I actually studied Icelandic for one semester (my major was Scandinavian Languages and Literature!) and I’ve been to Iceland twice. Love it!

  I’m so happy that you liked the cake! Thanks for linking to me. :)

  Reply
  • Ljómandi
   5. June, 2014 at 5:52 pm (10 years ago)

   Wow, this is awesome! Thanks for your comment and your kind words. This cake has actually become one of our favourites and it is just the best! Thanks Erin :)

   Reply
   • Erin @ Texanerin Baking
    5. June, 2014 at 6:14 pm (10 years ago)

    So nice to hear that it’s become a favorite. :)

    It’s really fun for me to look at your posts and pick out the words I can guess (I forgot everything from my semester of Icelandic but I can read Swedish pretty well, which helps :)) so I’ll be back for sure!

    Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply