Súkkulaði espresso kaka

IMG_6511-3Botn: / 3/4 bolli (100 g) heslihnetur / 1/4 bolli (60 ml) kókosolía / 3 msk hlynsíróp / 1/4 tsk maldon salt / 1 1/2 bolli (150 g) haframjöl (má vera glútenlaust).

 1. Hitið ofninn í 180 gr. og smyrjið 23 cm form að innan með kókosolíu.
 2. Myljið 1/2 bolla af höfrum í blandara þar til þeir verða að grófu mjöli og setjið í skál.
 3. Malið síðan heslihneturnar þar til þær verða sandkenndar.
 4. Bætið út í blandarann kókosolíunni, hlynsírópinu, saltinu og hafrablöndunni þar til verður að deigi.
 5. Setjið svo restina af höfrunum út í en passið að blanda þeim ekki í mauk. Deigið á að festast saman milli fingra. Ef ekki prufið þá að setja meira hlynsíróp og blandið betur saman.
 6. Þrýstið deiginu í form með fingrunum og farið vel upp kantana. Því betur sem þú þrýstir, því betur helst botninn saman.
 7. Stingið með gaffli á nokkrum stöðum í botninn til að hleypa út gufu.
 8. Bakið í 10-13 mínútur eða þar til gullið. Látið svo kólna í ca. 15 mín.

Fylling: / 1 1/2 bolli (200 g) kasjúhnetur lagðar í bleyti í amk. 4 tíma / 3/4 bolli (175 ml) hlynsíróp / 1/2 bolli (125 ml) kókosolía / 1/3 bolli (30 g) kakóduft / 1/3 bolli (75 ml) dökkt bráðið súkkulaði (ca ein plata) / 2 tsk vanilla extract / 1/2 tsk maldon salt / 1/2 tsk espresso duft eða annað kaffiduft / smá súkkulaði til skrauts og kókosflögur eða kasjúkrem.

 1. Skolið kasjúhneturnar, setjið í blandarann ásamt restinni af uppskriftinni nema skrautinu og blandið þar til verður mjúkt. Getur alveg tekið smá stund, fer eftir blandaranum. Hægt að bæta við matskeið af möndlumjólk ef það þarf meiri vökva.
 2. Hellið fyllingunni í botninn og skreytið með rifnu súkkulaði eða kókosflögum.
 3. Setjið beint í frysti í nokkra tíma, þar eftir lokiði fatinu með filmu og frystið yfir nótt eða amk. í 4-6 tíma.

Leyfið kökunni að standa í 10 mínútur áður en hún er skorin. Kökuna á að bera fram frosna. Einnig er hægt að bera hana fram með kasjúkremi og rifnu súkkulaði. Ef það er afgangur þá geymist kakan í loftþéttum umbúðum í frysti í 1 – 1 1/2 viku.

Kasjúkrem: / 1/2 bolli kasjúhnetur lagðar í bleyti í amk. 4 tíma / 3 msk hlynsíróp / 4 msk vatn / smá sjávarsalt.

 1. Skolið kasjúhneturnar.
 2. Setjið allt í blandarann og blandið þar til silkimjúkt.
 3. Saltið og sætið að vild og geymið í kæli.

Þessi kaka er algjört lostæti og inniheldur bæði kaffi og súkkulaði sem gerir hana að spariköku. Þess vegna er tilvalið að eiga hana um páskana. Hún er upprunalega frá Oh She Glows en ég fann hana á http://www.mynewroots.org sem er æðislega falleg matarbloggsíða.

IMG_6478-2

Leave a Reply