Þorskhnakkar með sellerírótarmauki og fetasalati

10961790_10153157697720844_2056615964_nInnihald: / þorskhnakkar kryddaðir með sítrónupipar (hvert stykki ca. 150 gr).

Þessi uppskrift er fyrir ca. 4 og er reiknað með ca. 150-170 gr. af fiski á mann.

Sólþurrkað tómatpestó: / 1 bolli sólþurrkaðir tómatar / sítrónusafi og sítrónubörkur / 2 hvítlauksgeirar / lúka fersk basilíka / 1/2 rauður laukur / 1/2 bolli kaldpressuð ólífuolía / 1/2 bolli furuhnetur / smá himalayan salt / 1/3 bolli parmesan ostur.

  1. Setjið alllt í matvinnsluvélina eða blandara og mixið í smá stund en samt ekki þannig að það verði of þunnt, gott að hafa smá áferð.
  2. Setjið maukið ofan á þorskhnakkana og inn í ofn í 16-18 mínútur við 180 gr (fer eftir þykkt stykkjanna).

Sellerírótarmauk: / 1/2 sellerírótarhöfuð / 2-4 msk smjör / smá himalayan salt / pipar / kanil.

  1. Sellerírótin er skorin í smá bita og soðin í potti með smá salti þar til mjúk.
  2. Þegar tilbúið þá takið upp úr pottinum og látið vatnið renna af.
  3. Hrærið 2-4 msk af smjöri eða ólífuolíu út í og kryddið með salti, pipar og kanil.
  4. Setjið í matvinnsluvél og maukið.
  5. Setjið maukið á disk og þorskhnakkann þar ofan á.

Rauðrófu- og fetasalat: / 400 gr rauðrófur / 1-2 avókadó / lime / vorlaukur / fetaostur

  1. Hreinsið rauðrófurnar, takið utan af þeim og skerið í litla, fallega bita.
  2. Kreistið smá limesafa yfir avókadóið svo það verði síður brúnt.
  3. Skerið vorlaukinn fallega niður og setjið fetaostinn yfir.

Dressing yfir salatið: / 6 msk kaldpressuð ólífuolía / 3 msk limesafi / 2 msk hlynsíróp / smá himalayansalt og pipar.

  1. Setjið allt í skál, blandið vel saman og hellið yfir rauðrófusalatið.

 

11031202_10153168814065844_1080720240_o

 

Heil og sæl kæru vinir, ég heiti Kristjana en alltaf kölluð Jana. Ég bý í Lúxembourg ásamt eiginmanni mínum og stelpunum okkar þrem en hingað fluttum við fyrir rúmlega sjö árum. Ég starfa sem heilsukokkur á veitingastaðnum Happ sem opnaður var í mars árið 2011 en árinu áður byrjaði ég að vinna sem hráfæðiskokkur á heilsustað hér í Luxembourg. Ég hef rosalegan áhuga á mat, heilsu, næringarfræði, hreyfingu og öllu því sem því tengist. Fyrir tveimur árum útskrifaðis ég sem heilsumarkþjálfi frá IIN (Institute for Integrative Nutrition, New York) og hef síðan þá verið með kúnna í leiðsögn. Ég held reglulega matreiðslunámskeið bæði hráfæðis og matreiðslunámskeið þar sem aðal áherslan er á hollustu umfram allt. Ég vona að þér líki uppskriftin mín hér og ef þú átt leið til Luxembourgar þá endilega kíktu á Happ og ég tek vel á móti þér með gómsætum mat.

 

Ljomandi-bordi4

Leave a Reply