Botn: / 2 bollar valhnetur / 1 1/2 bolli hlynsíróp / 1 bolli vatn / 1 tsk lífrænir vanilludropar / 2 bollar hreint kakó / 3 bollar kókosmjöl / 1 tsk sjávarsalt
- Setjið kókosmjöl í matvinnsluvél/blandarann til að fá fínlega áferð og setjið til hliðar.
- Setjið valhnetur, agave, vatn og vanilludropa í blandara og maukið.
- Blandið svo kakói og salti saman við. Setjið í skál og blandið saman við kókosmjölið.
- Setjið í 24 cm smelluform klætt að innan með bökunarpappír og þjappið vel.
Mousse: / 2 bollar kasjúhnetur / 1 bolli gróft kókosmjöl / 1 1/4 tsk bolli vatn / 1 msk kakó / 2 1/2 tsk lífrænir vanilludropar / smá salt / 1 bolli hlynsíróp / 1 1/2 bolli kókosolía (fljótandi).
- Kasjúhnetur, kókosmjöl, og vatn sett í blandara og þeytt saman.
- Restinni blandað út í, síðast kókosolíunni og blandað vel.
- Þá er “mousse” kremið sett ofan á botninn og formið sett í frysti í amk. 2 tíma.
Ég bauð upp á þessa í afmæli og var beðin um uppskiftina sem er besti mælikvarðinn á hversu vel heppnast að mínu mati.
Íris Sig.
31. March, 2014 at 6:11 pm (11 years ago)Þessi lítur alveg hrikalega vel út, verð að prófa.
Innilega til hamingju með síðuna,duglega.
Valdís
31. March, 2014 at 7:54 pm (11 years ago)Já hún er alveg ótrúlega góð. Takk Íris mín.
Sigríður Erla
6. April, 2014 at 9:32 am (11 years ago)Já er algjört æði! Til hamingju með síðuna elsku Valdís. Hlakka til að fylgjast með
Ljómandi
7. April, 2014 at 10:35 pm (11 years ago)Takk innilega Sigríður Erla mín