Thai-salat

IMG_6077Innihald: / 1 lambalund / 1 brokkolíhöfuð / 1 rauð paprika / 1 rauðlaukur / 1 gúrka / 3 tómatar / 3 gulrætur / belgbaunir.

Dressing: 1/2 msk fiskisósa / 2 msk ristuð sesamolía / 1 msk hlynsýróp eða akasíuhunang / 1 msk tamarisósa / 2 hvítlauksrif / 2-3 cm engifer / 1/2 rautt saxað chili / smá limesafi.

Hnetur: setjið kasjúhnetur í eldfast mót og kryddið með karríi, smá agave eða einhverju til að sæta og chili. Hitið í ofni í smá stund eða þar til þær verða pínu harðar.

 1. Kryddið lambalundina og eldið.
 2. Sjóðið vatn í katli og hellið yfir brokkolíið, látið standa í ca. 1 mínútu.
 3. Skerið niður grænmetið og setjið í fallega skál.
 4. Skerið lambalundina í þunnar sneiðar og blandið saman við grænmetið.
 5. Hellið dressingunni yfir.
 6. Stráið ristuðum sesamfræjum yfir og hnetunum.

Ég fékk þetta salat hjá Jönu vinkonu minni þegar ég heimsótti hana til Lúxemborgar. Jana er algjör snillingur í eldhúsinu og stútfull af alls konar fróðleik varðandi mat og heilsu almennt. Hún sér um eldhúsið á HaPP Luxembourg. Þannig að þetta salat klikkar alls ekki.

Verði ykkur að góðu :)

 

 

 

8 Comments on Thai-salat

 1. Jana
  8. May, 2014 at 7:15 am (10 years ago)

  Ohhhhh krúttið mitt, takk fyrir þessu fallegu orð,
  Xxx

  Reply
  • Ljómandi
   8. May, 2014 at 10:26 am (10 years ago)

   Takk sömuleiðis Jana mín.

   Reply
 2. Ása
  12. May, 2014 at 10:43 am (10 years ago)

  Takk fyrir girnilega uppskrift :) Mig langaði svo að vita hvernig eru belgbaunir og hvað notaðirðu mikið af þeim? Einnig fiskolía – er það sama og fiskisósa?
  Kv. Ása

  Reply
  • Ljómandi
   13. May, 2014 at 4:05 pm (10 years ago)

   Þú getur notað sykurbaunir eða edamame. Takk fyrir að benda mér á að það sé fiskisósa en ekki olía. Búin að laga það í uppskriftinni. Bestu kv. Valdís.

   Reply
   • Ása F. Kjartansdóttir
    16. May, 2014 at 6:21 pm (10 years ago)

    Búin að prófa og var æðilegslega gott, kærar þakkir. Sleppti reyndar baununum þar sem þær fengust ekki í búðinni 😉 prófa þær næst.

    Reply
    • Ljómandi
     19. May, 2014 at 10:22 am (10 years ago)

     Frábært að heyra :) Takk fyrir þetta.

     Reply
 3. Gerður
  12. May, 2014 at 7:58 pm (10 years ago)

  Þetta er æði

  Reply
  • Ljómandi
   13. May, 2014 at 3:58 pm (10 years ago)

   Takk takk Gerður

   Reply

Leave a reply to Ljómandi Cancel reply