Archive of ‘Meðlæti’ category

Græn og guðdómleg sósa

IMG_5945Innihald: / 4 lúkur spínat eða annað grænt kál / 1 dl grænar ólífur / 1 lúka fersk basil (líka hægt að nota þurrkaða) / 1 dl kasjúhnetur / 3 dl ólífuolía / smá salt / smá svartur pipar.

Aðferð: setjið allt í blandarann og maukið. Gæti verið gott að setja ólífuolíuna út í í mjórri bunu. Smakkið til.

Þessa afar einföldu sósu sá ég í Happ Happ Húrra bókinni. Þar heitir hún einfaldlega græn sósa og er pizzasósa. Ég veit ekki hversu oft ég hef gert þessa sósu og ég nota hana yfirleitt sem álegg eða meðlæti því hún er svo þykk og bragðgóð. Hún er góð með brauði, hrökkbrauði, með fersku grænmeti eins og gulrótum og gúrku. Hún er einfaldlega frábær til að eiga í ísskápnum og reddar manni oft þegar sykurpúkinn mætir seinnipartinn og vill fá sitt. Það tekur enga stund að búa hana til, ekkert að leggja í bleyti eða neitt þannig. Sósan geymist ekki mjög lengi svo mér finnst betra að búa til minna en meira og þá geri ég hana bara oftar.

IMG_5925

Hneturnar hans Davíðs

IMG_5771Ég elska hnetur og á þær alltaf til að grípa í. Þær eru fullar af próteinum og fitu.

Í frábæru bókinni hans Davíðs Kristinssonar 30 dagar leið til betra lífs sá ég einstakt ráð varðandi hnetur.

Ég lagði einn stóran poka af valhnetum og einn af pecanhnetum í bleyti í 2-6 klst. með salti út í (4 bollar hnetur – 2 msk himalayasalt). Síðan dreifði ég þeim á bökunarplötu, stráði smá salti yfir, stillti ofninn á 60 gráður og þurrkaði hneturnar yfir nótt (amk. 12 tíma). Setti svo í glerkrukku þegar þær höfðu kólnað og inn í ísskáp. Svona meltast hneturnar miklu betur sérstaklega ef meltingin er léleg.

Frábært ráð finnst mér og hneturnar bragðast sjúklega vel. Takk fyrir þetta Davíð!

Paprikuhummus

IMG_5174Innihald: / 1 dós kjúklingabaunir / 3 msk tahini / 2 hvítlauksrif / 1/2 rauð paprika / 2 msk ólífuolía / 1/2 tsk tamarisósa / 1/4 tsk cummin / ögn cayennepipar / smá vatn

Aðferð: setjið allt í blandarann eða matvinnsluvélina og maukið þar til verður að hummus. Einfalt, hollt og gott. Gott með hrökkbrauði.

Rauðrófuhummus

IMG_4716Innihald: 1 rauðrófa meðalstór / 1 msk sjávarsalt  / 2 msk ólífuolía eða meira ef þarf / 1 rifið hvítlauksrif / 1 msk cummin / 2 msk sítrónusafi / 2 msk tahini / 2 msk vatn.

  1. Stillið ofninn á 200gr.
  2. Afhýðið og skerið rauðrófuna í bita og setjið í eldfast mót.
  3. Hellið ólífuolíu yfir, saltið og bakið í ca. 30 mín.
  4. Þegar þær eru bakaðar eru rauðrófurnar og olían af þeim sett í matvinnsluvél ásamt öllu hinu og maukað.

Rauðrófur eru ótrúlega hollur matur, rosalega járnríkar og af því ég er frekar blóðlítil og þarf að passa upp á járnmagnið var mér ráðlagt að borða og djúsa rauðrófur. Mér fannst það ekki spennandi en lét mig hafa það að djúsa þær. Svo komst upp á lagið með að gera þetta ótrúlega góða rauðrófumauk sem er algjör snilld. Hugmyndin af því kemur úr Happ, happ, húrra bókinni en þar er notað hunang til að sæta áður en rauðrófurnar eru settar inn í ofninn sem er óóótrúlega gott. En þetta er alls ekki verra og minni sykur :O)  Ég nota það mest sem álegg, með gulrótum og gúrkum og það er geggjað með heimagerðum pizzum.

IMG_5646-2

Jarðarberja-sultulína

IMG_5500Innihald: / 250g jarðarber /  2 msk chiafræ / 10 steviudropar.

  1. Setjið fersk eða frosin jarðarber í pott ásamt chiafræjunum og hitið eða sjóðið í ca. 5 mínútur.
  2. Hrærið í þar til verður að mauki.
  3. Sætið með steviudropunum. Tilbúin sulta!

Þessi sulta er svo mikið lostæti og yfirburða holl að auki. Elín vinkona mín er snillingur í eldhúsinu og meistari í kökugerð. Hún kenndi mér að gera þessa sultu og þess vegna heitir hún sultulína :O)

Sætar kartöflur og sellerírót

IMG_4288Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 sellerírót / 2-3 hvítlauksrif / smá salt / kaldpressuð lífræn ólífuolía

  1. Skerið rótargrænmetið í bita og hellið ólífuolíunni yfir.
  2. Pressið hvítlaukinn yfir og saltið.
  3. Inn í ofn í 20-30 mín.

Þetta er nú það einfaldasta í heimi að búa til en ég fæ aldrei leið á þessu. Svo er þetta svo mikil snilld daginn eftir í nestið með fullt af grænmeti eða afgang af t.d. kjúklingi. Ég elska þegar mér tekst að taka svona nesti með mér í flug en það tekst nú ekki alltaf því þetta er alltaf klárað. Þá er bara eitt ráð, gera meira í einu.

Sætkartöflumix

IMG_3503Innihald: / 1 sæt kartafla / 1 rauðlaukur / 2-3 rifin hvítlauksrif / 2-3 cm ferskt engifer / 3 msk kaldpressuð lífræn ólífuolía / smá ekta sítrónusafi.

  1. Kartaflan er skorin í teninga
  2. Laukurinn skorinn í sneiðar
  3. Hvítlaukur og engifer pressað yfir og kryddað með rósmarín, turmeric og salti.
  4. Ólífuolíu er hellt yfir og bakað í ofni í ca 20-25 mín við 180g.

Þetta meðlæti elska ég og verð aldrei þreytt á því. Tilvalið í nestisboxið daginn eftir með fullt af grænmeti.

1 2